Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Myndbönd » Orri Freyr: „Hafði ekki hugmynd um að við bræður værum komnir með tvisvar tvær“

Orri Freyr: „Hafði ekki hugmynd um að við bræður værum komnir með tvisvar tvær“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

„Sko það er eitt sem þarf að vera alveg á hreinu að þegar þú ert í Val þá þarf aldrei að taka einhverja markmiðafundi. Það er bra alltaf krafa um titil,“ sagði Orri Freyr Gíslason leikmaður Vals eftir að hafa orðið íslandsmeistari eftir sigur á FH í dag.

„Ég er búinn að vera í þessu félagi í einhver 10 eða 12 ár og hef aldrei farið á einhvern markmiðafund því það er alltaf bara sama krafan um titil“.

Hvernig leið þér í dag þegar þið bræðurnir sem eruð hjarta varnarinnar eruð báðir komnir með tvær brottvísanir og nánast á leiðinni útaf með rautt?
„Ég reyndar vissi ekki að ég væri kominn með tvær brottvísanir og ég vissi ekki að Ýmir var einnig kominn með 2 brottvísanir og ég sá hann bara fá rautt spjald og þá leit ég á klukkuna og sá að það voru 8 mínútur eftir og hugsaði bara að við yrðum að klára þetta. En ég er alveg sammála þér að þetta hefði verið svolítið erfitt ef við hefðum farið útaf og korter eftir“.

„En eins og svo oft í vetur þá hefði bara komið maður í manns stað og ég hefði ekki haft einvherjar svakalegar áhyggjur. En án gríns þá var bara betra að ég vissi þetta ekki, ég er ekki að ljúga að ég hafði ekki hugmynd að ég væri með tvær brottvísanir á bakinu“.

„Mér hefur samt fundist að það sé verið að henda mér, Alexander og Ými útaf fyrir einhvern tittlingaskít og við vælum ekki hinumegin þegar við erum í sókn. Ef FH eru grófir þá vælum við ekki en ef við erum grófir þá væla FH menn. Við erum bara með það statement að við vælum ekki“.

Þetta einvígi er búið að vera rosaleg barátta og manni finnst svona utan frá séð að það sé enginn kærleikur milli þessara liða?
„Jú, jú hann er til og þetta eru allt félagar mínir og ég heilsa þeim alveg. En ok ég segi stundum hluti sem eru ljótir og mér er drullusama hvort fólk dæmi mig fyrir það, en ég er bara í þessu til að vinna og ég tek í spaðann á hverjum sem er hvort sem ég vinn eða tapa. Þetta er bara mín taktík í leik og ég er ekkert að fara að hætta því“.

Það voru að koma stórart lægðir hjá ykkur í vetur og þjæaflarinn kom í viðtöl og sagðist ekkert skilja upp né niður af hverju liðið væri að spial svona illa.
„Það koma alltaf lægðir hjá öllum liðum en okkar lægð stóð yfir í einvherja tvo mánuði og það sem gelymdist kannski í byrjun móts og er allt í lagi að segja frá núna er að þar voru menn bara mikið meiddir. Við vorum bara ekkert að tala um það en það var bara samt þannig að menn voru meiddir og spila á annari löppinni“.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir