Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Ómar Ingi var hvíldur á æfingu en er heill heilsu

Ómar Ingi var hvíldur á æfingu en er heill heilsu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Ómar Ingi Magnússon var brattur þegar Fimmeinn spjallaði við hann eftir æfingu Íslands í dag. Æft var í Arena Syd í Vamdrup en þar spilar íslenska liðið einmitt á morgun gegn Rússum.

Hann segir ferðalagið hafa gengið vel en liðið lenti í gær.

„Þetta var fínt, þetta var ágætlega þægilegt ferðalag.“

Hann segir liðið hafa verið að fíntstilla sig á æfingunni í dag og menn verið að koma sér í gírinn.

„Við vorum að fínstilla okkur, finna taktinn og fá að hreyfa okkur. Það var ekkert nýtt, bara að koma okkur í gírinn.“

Hann talaði aðeins um rússneska liðið sem getur verið hættulegt.

„Þeir eru stórir og þungir, með fínar skyttur. Við þurfum að mæta þeim og hreyfa þá vel

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir