Í dag er Sunnudagur 23. júlí 2017
Heim » Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Pepp-myndband af því sem koma skal í Olís deild kvenna í vetur

Það styttist óðfluga í að keppni í Olís deild kvenna hefjist og eru nú liðin að hefja lokaundirbúning sinn áður en deildarkeppni hefst. Það er ekki minni spenna fyrir kvennaboltanum í ár en karlamegin enda félagaskiptaglugginn verið ansi líflegur bæði hjá leikmönnum og þjálfurumog heimkoma einna bestu handboltakonu heims, Kareni Knútsdóttur til Fram gerir deildina afar áhugaverða. Fyrir nokkrum vikum ... Lesa meira »

Helena Rut Örvarsdóttir semur við Byåsen Elite

Helena Rut Örvarsdóttir leikmaður Stjörnunnar er samkvæmt heimildum Fimmeinn búin að semja við norska stórliðið Byåsen Elite. Helena sem var ein af sterkustu stoðum Stjörnunnar á síðustu leiktíð hefur verið undanfarið að skoða aðstæður og ræða við forráðamenn norska liðsins og eftir því sem Fimmeinn kemst næst hefur Helena skrifað undir 2 ára samning við félagið. Byasen er eitt af ... Lesa meira »

Reynsluboltinn Dröfn Haralds komin í mark Stjörnunnar

Markmaðurinn, Dröfn Haraldsóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna úr Val  og þar með er Stjarnan að fylla upp í skarð Hafdísar Renötudóttur sem hélt út í atvinnumennskuna í sumar. Dröfn á að baki 9 A landsliðsleiki og er mikill reynslubolti en hún hefur áður spilað með HK, ÍBV, FH og Val er mikil styrking fyrir deildar og bikarmeistarana að ... Lesa meira »

Félagaskiptin í efstu deild kvenna

Eins og venjulega þegar handboltavertíðinni lýkur fara félagaskiptin af stað og það má búast við líflegum hreyfngum í sumar. Við á Fimmeinn munum eins og venjulega fylgjast vel með þeim félagaskiptum sem verða og birta hér að neðan öll helstu félagaskipti sem staðfest hafa verið frá félögunum kvennamegin. HAUKAR Komnar Elías Már Halldórsson þjálfari. Þórhildur Bragadóttir frá HK. Rakel Sigurðardóttir ... Lesa meira »

Hildur Björnsdóttir í Val

Hildur Björnsdóttir hefur undirritað tveggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Hildur er 24 ára línumaður, en hún var fyrirliði Fylkis á síðasta tímabili og hefur verið viðloðandi landsliðshóp síðastliðin ár. Hildur er frábær viðbót við leikmannahóp Vals og lýsir handknattleiksdeild Vals yfir mikilli ánægju með samninginn og býður Hildi velkomna á Hlíðarenda, segir í tilkynningu frá Val. Lesa meira »

Haf­dís Lilja samdi við Sönd­erjyskE

Markvörður­inn Haf­dís Lilja Renötu­dótt­ir markvörður Stjörnunnar hef­ur gert eins árs samn­ing við danska liðið Sönd­erjyskE. Þetta kem­ur fram á heimasíðu fé­lags­ins nú í morg­un. Haf­dís sem er aðeins 19 ára gömul hefur verið að stimpla sig inn sem einn besti markvörður Olís deildarinnar og var einn af lykilleikmönnum Stjörnunanr á nýliðinni leiktíð. Sönd­erjyskE leik­ur í B-deildinni í dönsku deildinni en ... Lesa meira »

Slúðurpakki númer tvö úr íslenska boltanum

Nú þegar deildarkeppni er lokið er mikið að gerast á bak við tjöldin í bæði leikmanna og þjálfara málum. Við hér á Fimmeinn verðum að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og munum birta reglulega svokallaðann slúðurpakka en hann inniheldur helstu sögusagnir sem eru í loftinu og okkur berast reglulega. Nú er komið að slúðurpakka númer tvö í sumar, en við ... Lesa meira »