Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Olís-deild karlapage 2

Olís-deild karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Spáin fyrir Olís deild karla | 8.sætið

Stjórn Selfoss vildi stærra þjálfaranafn.  Þessi farsi sem þjálfarabreytingin var í sumar var ansi klaufarleg hjá stjórninni. En allt í lagi, Selfoss fékk stærra nafn í brúnna en Stefán Árnason er svo það hlýtur þá að þýða að liðið eigi að verða ofar en 5.sætið sem varð niðurstaðan í fyrra. Til hvers annars að fá stærra og dýrara nafn? Þetta ... Lesa meira »

Kári Garðars: „Erum ekki með byrjunarlið sem ég þarf að skammast mín fyrir

„Við vitum að þetta verður erfiður vetur sem er ekki óeðlilegt miða við það að liðið hefur misst talsvert úr liðinu en ég held ég sé ekkert með byrjunarlið sem er eitthvað til skammar,“ segir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu. Talvert hefur týnst úr hópnum síðan í fyrravetur og liðinu er spáð neðarlega í deildinni og einhverstaðar falli, en Kári segir ... Lesa meira »

Spáin í Olís deild karla | 10.sætið

Forráðamenn liðanna spá Gróttu falli, við á Fimmeinn segjum að liðið haldi sér uppi. Vissulega er búið að vera vandræðagangur í herbúðum liðsins í sumar en hann er í raun ekkert svakalega slæmur. Lið missa sterka leikmenn á hverju ári og í raun eru þarna farnir tveir sterkir útileikmenn. Liðið hefur fengið rétt tæplega tveggja metra rétthenta skyttu sem gaman ... Lesa meira »

Guðmundur Páls: „Hlutirnir hafa gengið illa hjá okkur í sumar“

Guðmundur Pálsson þjálfari Fram segist brattur fyrir tímabilið framundan í deildinni og menn séu spenntir að byrja aftur eftir frí. Hlutirnir hafa þó ekki gengið neitt sérstaklega vel á undirbúningstímabilinu en menn eru þó bjartsýnir, segir Guðmundur. „Mér líst vel á tímabilið og hjá okkur verður keyrt á nánast sama mannskapog var í fyrra, Elías Bóasson er farinn en í ... Lesa meira »

Gunnar Gunnarsson: „Við megum ekki trúa því sjálfir að við föllum“

Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkinga segist vita að veturinn verði erfiður og segist ekki hissa að liðinu hafi verið spáð falli úr deildinni af forráðamönnum liða í deildinni. Það sé þó liðsins að sýna að allt sé hægt þó mannskapurinn sé ungur. „Ég held að það að menn spái okkur falli séu menn að horfa á að við erum með ungt ... Lesa meira »

Spáin í Olís deild karla | 11.sætið

Það þykir mörgum kannski algerlega klikkað að spá Fram liðinu aftur falli annað árið í röð eftir flottan vetur hjá liðinu á síðustu leiktíð þars em leikmenn sýndu frábæran karakter lengst af. Leikmenn og þjálfarateymi liðsins hentu vissulega sokk upp í alla fjölmiðla landsins á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði fyrir ofan Val. Leikmenn og þeir sem standa á ... Lesa meira »

Spáin í Olís deild karla | 12.sætið

Eins og forráðamenn liða í deildinni spáum við Víkingum neðsta sætinu og þar með falli úr deildinni. Það hefði verið afskaplega skemmtilegt að sjá félagið styrkja sig og koma með smá respect á deildina. Vissulega reyndu þeir en greinilegt að fjármagnið var ekki mikið og það tókst því ekki að styrkja hópinn nægilega mikið. Útlendingarnir tveir sem æft hafa með ... Lesa meira »

Þorsteinn Gauti frá næstu 6-8 vikur hjá Fram

Framarar munu byrja deildina án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar skyttu en hann er meiddur á öxl og verður frá að minnsta komsti 6-8 vikur. Þetta staðfesti Guðmundur Pálsson þjálfari liðsins við Fimmeinn nú seinnipartinn en Guðmundur segir að um meiðsli á öxl sé að ræða. Hann hafi þó ekki farið úr axlarlið en myndast hafi gliðnun í axlarlið sem taki tíma ... Lesa meira »

Spá þjálfara í Olís deildar karla og kvenna

Hinn árlegi kynnisfundur HSÍ fyrir handboltvertíðina sem senn fer að hefjast var haldin í hádeginu í dag og þar var að venju birt spá þjálfara og forráðamanna liðanna. Spáin í Olís-deild kvenna: 1. Fram 2. Stjarn­an 3. ÍBV 4. Val­ur 5. Hauk­ar 6. Grótta 7. Sel­foss 8. Fjöln­ir Spáin í Olís-deild karla: 1. ÍBV 2. Val­ur 3. FH 4. Aft­ur­eld­ing ... Lesa meira »