Í dag er Sunnudagur 23. júlí 2017
Heim » Olís-deild karla

Olís-deild karla

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur gengið til liðs við Selfoss á ný

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur gert eins árs samning við Selfoss. Hann er 22 ára gamall og uppalinn Selfyssingur. Undanfarið hefur hann þó spilað fyrir Aftureldingu. Sölvi er gríðarsterkur markmaður og hefur verið viðloðinn yngri landslið Íslands. Handknattleiksdeild Selfoss fagnar því að Sölvi skuli hafa ákveðið að snúa aftur íheimahaganna. Hann á án efa eftir að standa sig vel innan herbúða ... Lesa meira »

Félagaskiptin í Olís deild karla

Eins og venjulega þegar handboltavertíðinni lýkur fara félagaskiptin af stað og það má búast við líflegum hreyfngum í sumar. Við á Fimmeinn munum eins og venjulega fylgjast vel með þeim félagaskiptum sem verða og birta hér að neðan öll þau félagaskipti sem staðfest hafa verið frá félögunum. Efsta deild karla VALUR Komnir Magnús Óli Magnússon frá Ricoh. Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son (M) ... Lesa meira »

Atli Ævar: „Fjölskyldu aðstæður urðu til þess að við þurftum að flytja til Íslands“

Eins og greint hefur verið frá hefur Atli Ævar Ingólfsson samið við Selfoss og klárt mál að Selfyssingar eru að styrkjast mikið. Við heyrðum stuttlega í Atla um þessi vistaskipti hans en hann segir að mörg lið hafi sett sig í samband voið hann hér heima en vissar fjöldskylduástæður hafi orðið til að hann hélt með fjöldskylduna heim eftir nokkurra ... Lesa meira »

Atli Ævar samdi við Selfoss

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss. Ásamt því að vera línumaður er hann öflugur varnarmaður. Atli Ævar, sem er 29 ára, hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku og Svíþjóð síðustu fimm árin en auk þes á hann að baki 8 A-landsleiki. Atli Ævar er uppalinn hjá Þór á Akureyri en gekk í raðir HK ... Lesa meira »

Þráinn Orri búinn að skrifa undir hjá Elverum

Þráinn Orri Jónsson sem sló í gegn með Gróttu á síðasta tímabili hefur skrifað undir hjá Elverum en þetta er staðfest á heimasíðiu félagsins nú seinnipartinn. Mörg lið voru að falast eftir línumanninum sterka bæði hér heima og erlendis en nú er það ljóst að þetta sterka lið hefur lokið samningaviðtæðum við kappann en það samdi við hann næstu tvö ... Lesa meira »

Anadin Suljakovic mun verja mark Selfoss í vetur

Selfyssingar hafa gengið frá markmannakaupum fyrir næsta tímabil og hafa samið við ungan kappa frá Qatar, Anadin Suljakovic. Anadin er fæddur 1998 og er 197 cm á hæð og hefur spilað í Qatar í tvö ár. Hann er með tvöfalt ríkisfang og hefur leikið fyrir unglingalandslið Qatar s.l.2 ár. Anadin Suljakovic æfði með Selfyssingum í lok maí og heillaði þjálfara ... Lesa meira »

Elías Bóasson á leið til ÍR

Samkvæmt heimildum Fimmeinn mun örvhenta skyttan, Elías Bóasson leikmaður Fram ganga til liðs við ÍR og spila með þeim í Olís deildinni næsta tímabil. Elías spilaði 25 deildarleiki með Fram síðasta tímabil og skoraði í þeim 22 mörk en markahæsti leikmaður Fram, Arnar Birkir Hálfdánsson lék sömu stöðu. Það er ljóst að ÍR ngar fá öfluga styrkingu með komu Elíasar í ... Lesa meira »

FH ingar komnir í Evrópukeppnina

FH ingar munu taka þátt í Evrópukeppni EHF en umsókn þeirra um að koma inn sem aukalið hefur verið samþykkt af Ehf. FH var með keppnisrétt í áskorendakeppni EHF en afþökkuðu það en sóttu um að koma inn í aðalkeppnina í staðinn. Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar sagði við Fimmeinn í dag vera afar sáttur með niðurstöðu EHF og að sjálfsögðu ... Lesa meira »

Gísli Þorgeir fór úr lið á olnboganum | Ekki brotinn eins og óttast var

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikstjórnandi FH fór úr lið á olnboga á skothendi á landsliðsæfingu í gær og mun verða frá æfingum og keppni í 6-12 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir FH en einnig var það í stöðunni samkvæmt heimildum Fimmeinn að hann færi út til Þýskalands og skrifaði undir samning við Kiel þó hann ætlaði sér þó að vera áfram ... Lesa meira »