Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Óðinn: Förum í riðilinn til að vinna hann, það er bara þannig

Óðinn: Förum í riðilinn til að vinna hann, það er bara þannig

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

 

Óðinn Ríkharðsson, hægri hornamaður U-20 liðsins er heldur betur brattur fyrir EM sem hefst núna 28. júlí. Hann er ánægður með standið á liðinu eins og það er núna og segir markmiðið vera einfalt. Að vinna riðilinn sem inniheldur Rússland, Slóveníu og Spánn.

„Það er mjög góð tilfinning núna, það eru allir í drullugóðu formi og við erum spennir fyrir þessu.“

„Við förum í riðilinn til að vinna hann, það er bara þannig. Þetta er samt drulluerfiður riðill, það eru topp þrjú af fjórum af HM í riðlinum“

Hann er sjálfur í besta formi lífs síns að eigin sögn.

„Ég er í hörkuformi, aldrei verið betri,“ sagði Óðinn að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir