Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Nýliðar Fjölnis með menn meidda í byrjun móts

Nýliðar Fjölnis með menn meidda í byrjun móts

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Sveinn Jóhannsson er á sjúkralista Fjölnis í byrjun móts.

Nýliðar Fjölnis mæta aðeins laskaðir til leiks í fyrstu leiki Olís deildarinnar.

Þeir Sveinn Þorgeirsson og Sveinn Jóhannsson eru báðir meiddir og verða ekki kláririí fyrstu leiki mótsins. Þá er ljóst að Sveinn Þorgeirsson mun verða talsvert frá vegna sinna meiðsla.

Þetta kom fram í viðtali sem Fimmeinn átti við þjálfara liðsins Arnar Gunanrsson í gær þegar liðið tók við Reykjavíkurmeistaratitilinum eftir sigur á Þrótt.

Arnar sagði ennfremur að Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson væri einnig á sjúkarlistanum og óivíst hvenar hann yrði leikfær á ný.

Fjölnir tefldi fram japana á síðsutu leiktíð, Ko Takeuchi en hann er farinn til baka og hefur samið við lið í heimalandi sínu.

Liðið hefur þó verið að bæta við sig leikmönnum í sumar og fengið þá Theodór Inga Pálmason frá KR,
Andri Berg Haraldsson, Bergur Elí Rúnarsson sem allir komu frá KR og þá fengu þeir Bjarka Snæ Jónsson markmann  frá UMFA. Sigfús Páll Sigfússon sem var til aðstoðar á hliðarlínunni í fyrra tekur á fram skóna.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir