Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » HM 2017 » Norðmenn tryggðu sér úrslitaleikinn gegn Frökkum

Norðmenn tryggðu sér úrslitaleikinn gegn Frökkum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Norska liðið er komið í átta liða úrslit

Það verða Norðmenn sem leika til úr­slita um heims­meist­ara­titilinn gegn Frökk­um á sunnu­dag,, en þeir sigruðu Króata í fram­lengd­um leik í kvöld. Staðan eftir 60 mínútur var 22-22 en að lokum voru það Norðmenn sem höfðu sigur, 28-25.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Norðmenn spila til úrslita á HM og fögnuðu þeir mikið í leikslok.

 

Það voru Norðmenn sem voru yfir í hálfleik en ekki munaði nema tveim mörkum, 12-10. Mikið gekk á í kaflaskiptum leik en Króatar byrjuðu betur og komust í 3-1 en seinni hálfleikur var allur í járnum og hefði sigurinn getað endað á hvorn vegin sem var. það var markmaður Norðmanna sem var hetja liðsins, en hann varði vítakast í stöðunni 22-22 og tryggði sínum mönnum þar með framlengingu.

Leikur Frakka og Norðmanna fer fram á sunnudagskvöldið en á morgun fer fram leikurinn um bronsið á milli Króata og Slóveníu.

 

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir