Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » EM Póllandi » Norðmenn missti bronspeninginn til Króata

Norðmenn missti bronspeninginn til Króata

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

króatíaÞað voru Króatar sem fengu bronsverðlaunin á EM í Póllandi eftir sigur á Norðmönnum nú rétt í þessu.

Leikurinn var jafn á öllum tölum í byrjun og aldrei nema eins marks munur, þ.að var svo fyrst á 15 mínútu að Króatar náðu tveggja marka forystu, 8-6. Króatar fylgdu þessum góða kafla eftir og náðu í framhaldinu fjögurra marka forystu, 10-6.

Þetta forskoti náðu Norðmenn aldrei að minnka fyrir leikhlé og í hálfeik var munurinn áfram 4 mörk, 15-11. Norðmenn náðu svo að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og þegar seinni háfleikurinn var háflnaður var munurinn horfinn og staðan 17-17.

Króatar héldu þó undirtökunum áfram og náðu aftur upp 2-3 marka forskoti og Norðmenn áfram í eltingarhlutverkinu. Jakov Gojun leikmaður Króatíu fékk svo rautt spjald vegna 3 brottvísanna, en það virtist ekki hafa mikil áhrif á leik Króata sem héldu forskotinu sínu áfram, staðan eftir 50 mínútur 24-21 sem fór svo í fimm marka mun, 26-21 fimm mínútum seinna og ljóst að Noregur þurfti nánast kraftaverk til að koma til baka.

Margir vafasamar dómar voru að sjást á þessum kafla og það verður að segjast eins og er að norska liðið var ekki að fá neitt gefins og dómararnir hreint út sagt að gera þeim ansi erfitt fyrir.

Kraftarverkið sem Norðmenn þurftu birtist aldrei á gólfinu og Króatar sigruðu með 7 marka mun, 34-21 og fá því bronsverðlaunin. Sigurinn í raun allt of stór og segir alls ekki neitt um muninn á þessum liðum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir