Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild kvenna » Nokkur lið að missa lykilleikmenn vegna óléttu

Nokkur lið að missa lykilleikmenn vegna óléttu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Nú þegar styttist óðum í að Olís deild kvenna fari af stað er ljóst að nokkur lið verða án sterkra leikmanna en það er ekki vegna meiðsla heldur er ólétta leikmanna að valda.

Einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, Steinunn Björnsdóttir á von á barni og er sett í byrjun janúar að hennar sögn.

En Steinunn sagði við Fimmeinn að ef allt gengi vel og öllum heilsaðist vel eftir barnsburðin þá væri aldrei að vita nema hún næði restinni af mótinu.

Þá er Grótta að missa tvo afar öfluga leikmenn út í vetur vegna óléttu en það eru þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem hefur verið einn þeirra sterkasti leikmaður.

Liðsfélagi hennar, Laufey Ásta Guðmundsdóttir er einnig ólétt og á von á sér um miðjan janúar að hennar sögn. Saman gerðu þær yfir 120 mörk fyrir félagið í fyrra.

Haukar eru einnig með leikmann á óléttu listanum en, Elín Anna Baldursdóttir er barnshafandi og verður þar af leiðandi ekki með liðinu þegar keppni hefst í september en hún á von á barni um miðjan desember.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir