Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Myndir » Myndaalbúm af U-20 strákunum á æfingu

Myndaalbúm af U-20 strákunum á æfingu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

U-20 ára landslið karla æfði í Kaplaakrika seinnipartinn í dag og voru menn bara nokkuð sprækir og tilbúnir að setja allt á fullt fyrir æfingamót Í Sviss sem fram fer í næstu viku.

Æfingin var að þessu sinni blönduð með nokkrum piltum úr U-18 ára landsliðinu sem hoppuðu inn vegna þes að enn vantaði nokkra stráka.

Þjálfarar liðsins þeir Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal voru nokkuð sáttir með daginn og hvernig undirbúningurinn hefur verið að fara af stað.

Við á Fimmeinn munum fylgjast vel með strákunum og þeirra verkefnum sem þeir verða í fram að lokakeppni EM sem fram fer í danmörku í ágúst en þar mun Fimmeinn.is vera á staðnum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir