Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » Miklar breytingar hjá Valsliðinu komu fram á fréttamannafundi í dag

Miklar breytingar hjá Valsliðinu komu fram á fréttamannafundi í dag

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Eins og áður hefur komið fram í dag voru Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem nýjir leikmenn Vals ásamt því að Snorri Steinn mun verða annar þjálfari liðsins.

Óskar Bjarni Óskarsson mun stíga hálfpartinn til hliðar en hann verður þó áfram í öllum skúmaskotum Valsheimilisins og mun bæði koma til aðstoðar hjá meistaraflokki karla og kvenna eftir því sem þurfa þykir. Hann mun einnig fá titilinn yfirþjálfari félagsins sem og sjá um afreksmótun Vals.

Óskar var spurður út í það hvort þetta myndi hafa einhver áhrif á störf hans hjá landsliðinu og svaraði hann því til að það gæti meira en vel verið. Þetta þyrfti að skoða afar vel því þetta starf hans hjá Val í dag væri afar stórt og fyrirferðamikið og ekki væri ólíklegt að hann þyrfti að gera breytingar varðandi landsliðið.

Það kom einnig fram að norska félagið Elverum sóttist hart eftir því að fá bræðurna Orra Frey og Ými Gíslasyni en þeir tóku báðir þá ákvörðun um að spila áfram í treyju Vals á næsta tímabili.

Gísli Guðmundsson hefur verið tekinn inn sem markmannsþjáfari hjá félaginu og honum til aðstoðar verður Hlynur Morthens sem hefur verið aðalmarkmaður liðsins síðustu ár. Hlynur er nýkominn úr aðgerð og sagði Óskar Bjarni á funsinum að óljóst væri í dag hversu mikið og hvort Hlynur verði mark Vals á næsta tímabili.

Snorri Steinn svaraði spurningum fréttamanna á fundinum og sagði meðal annars við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson að Nimes hefði haft frumkvæði af því að gera starfslokasamning þrátt fyrir að hann ætti eitt ár eftir að samningi sínum. Það hefði orðið til þess að Valur og Hann hefði getað farið í samningaviðræður og í raun hefði hann sjálfur ásamt fjörlskyldu sinni verið 100% tilbúinn til þess að koma heim.

Atli Karl Bachmann mun yfirgefa herbúðir Vals og halda til Danmerkur og þá mun óvissa ríkja um framhaldið hjá línumanninum Sturlu Magnússyni leikmanni U-21 árs landsliðsins.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir