Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » Vonbrigði þegar stelpurnar töpuðu með 12 marka mun

Vonbrigði þegar stelpurnar töpuðu með 12 marka mun

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
einar jónsson og Ágúst Jóhannsson

Ágúst og Einar kvöddu íslenska landsliðið í dag með stóru tapi.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þýskalandi nú rétt í þessu afar sannfærandi og því draumurinn um EM farinn.

Yfirburðir þýskalands gríðarlega miklir og mun meiri en í raun ætti að vera, en alls komust 14 leikmenn þjóðverja á blað í dag.

Enn á ný var íslenskur sóknarleikur ekki til staðar og strax á fyrstu mínútunum lenti íslenska liðið 3 mörkum undir, 4-1 eftir 10 mínútna leik.

Eitt mark á 10 mínútum hjá íslensku stelpunum gríðarleg vonbrigði og það var ekki að sjá á þessum upphafskafla nein batamerki frá síðustu leikjum liðsins.

Ekkert jákvætt í leik liðsins nema kannski markvarslan, en Íris Björk var komin með 8 varða bolta fyrsta korterið, þá voru íslensku mörkin þó ekki orðin nema 3 og staðan 8-3 eftir korter.

Þrátt fyrir að breyta til varnarlega og fara í 5-1 vörn voru ekki hraðaupphlaupin ekki að skila sér og munurinn hélst áfram í 4-5 mörkum. Þjálfarateymi íslands tók leikhlé sem skilaði engu frekar en vanalega og munurinn einungis jókst.

Staðan 15-9 í háfleik. Ljóst að strax eftir þennan fyrri háfleik voru allar vonir farnar að komast á næsta stórmót. Vörn íslenska liðsins kannski ágæt úr þessum fyrri hálfleik en skilaði þó ekki neinum hraðaupphlaupum sem virðast horfin úr leik íslenska liðsins.

Munurinn einfaldlega allt of stór til að íslenska liðið sjálft fyndi einhverja von til þess að breyta gangi mála og þrátt fyrir smá kipp sóknarlega í upphafi seinni háfleiks varð munurinn orðin 10 mörk eftir rúmlega 45 mínútur, 26-16.

Breidd íslenska liðsins einfaldlega ekki nægilega mikil auk þess að nánast allir leikmenn liðsins að spila langt undir getu undanfarna leiki og í raun hægt að hafa stórar áhyggjur af því eins og staðan er í dag.

Í raun sýndi upphafskafli þessa leiks að við höfðum nákvæmlega ekkert að gera í lokakeppni EM í ár, til þess erum við einfaldlega ekki með nægilega gott lið.

Lokatölur, 33-21 og ljóst að liðið þarf að fara í stóra naflaskoðun fyrir næstu undankeppni sem er fyrir HM í lok ársins.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir