Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Erlent » Lið ársins að mati leikmanna

Lið ársins að mati leikmanna

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Niklas landin DanmörkLeikmannasamtök Evrópu í handknattleik (EHPU) stóð fyrir kosningu á liði ársins 2016/2017 þar sem aðeins leikmenn kusu.

Íslenskir leikmenn úr 1.deild, Olísdeild ásamt landliðsmönnum tóku þátt.

Þetta er í fyrsta skipti sem slík kosning fer fram og liggja niðurstöður nú fyrir.

Niklas Landin, fyrirliði Danmerkur og leikmaður Kiel er einn af leikmönnum sem valinn var í lið ársins EHPU TOP 7.

“Ég er ótrúlega stoltur af því að vera valinn í EHPU TOP 7 lið ársins. Heiðurinn er sérstakur þar sem aðeins leikmenn kusu en það er að mínu mati besta viðurkenningin sem þú getur fengið, sagði Niklas Landin þegar hann fékk fréttirnar”

EHPU TOP 7 2016/2017:

Markmaður: Niklas Landin Jacobsen, TWH Kiel.

Vinstra horn: Uwe Gensheimer, Paris Saint-Germain Handball.

Vinstri skytta: Mikkel Hansen, Paris Saint-Germain Handball.

Leikstjórnandi: Nikola Karabatic, Paris Saint-Germain Handball.

Hægri skytta: Kiril Lazarov, FC Barcelona.

Hægra horn: Lasse Svan Hansen, SG Flensburg-Handewitt.

Línumaður : Julen Aguinagalde, KS Vive Tauron Kielce.

EHPU var stofnað 2008 og hefur í dag yfir 1350 félagsmenn, karla og kvenna.

Leikmamannasamtök frá Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Noregi, Spáni, Svíþjóð og Króatíu eru aðildarfélög að EHPU.

Markmið EHPU er að verja réttindi leikmanna, veita ráðgjöf og almenna aðstoð.

Árið 2017 er lið ársins, EHPU TOP 7 aðeins valið í karlaflokki. 2018 verður EHPU TOP 7 í kvennaflokki einnig valið.

Verðlaun fyrir EHPU TOP 7 eru í boði G-Form, og verða afhent á úrslitahelgi meistaradeildarinnar Final4 í Köln.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir