Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Leikur Mílunnar og Hamranna ágóðaleikur fyrir Ágústu Örnu

Leikur Mílunnar og Hamranna ágóðaleikur fyrir Ágústu Örnu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

mílanMílan og Hamrarnir mætast í kvöld í 1.deild karla á Selfossi og er þetta fyrsti heimaleikur Mílunnar í vetur.

Leikurinn verður ágóðaleikur fyrir unga stúlku, Ágústu Örnu, og mun allur ágóði af miðasölu fara beint i styrktarsjóð hennar.

Ágústa Arna er 30 ára Selfyssingur sem lenti í hræðilegu slysi þar sem hún datt niður brunastiga á Selfossi, en hún lamaðist í slysinu.

Strákarnir í Mílunni eru góðir vinir bróður hennar sem er Brynjar Örn og spilaði í yngri flokkum Selfoss og spilaði þar af leiðandi með flestum leikmanna Mílunnar á sínum tíma.

Í tilkynningu frá strákunum segir að þeir sjái ekkert annað í stöðunni en að leggja söfnun Ágústu lið og hjálpa henni í þeirri miklu baráttu sem hún á framundan.

Auðvitað leggja Selfyssingar allir hönd á plóginn og mæta með 1000 kall í andyri Vallaskóla, hvort sem þeir geti horft á leikinn eða ekki.

HÉRNA má sjá slóð á heimsíðu Ágústu.

 

.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir