Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » HM 2017 » Kritján Andrésson: „Ég fylgist alltaf með íslenska liðinu“

Kritján Andrésson: „Ég fylgist alltaf með íslenska liðinu“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Mynd Lúther Gestsson.

Fimmeinn ræddi við Kristján Andrésson þjálfara Svía eftir stósigurinn á Hvít rússum í Lille í gær og sagði Kristján vera afar stoltur af sínum mönnum

„Þetta er í rauninni bara búið að vera fínt, við erum búnir að spila vel, standa vel vörnina og fengið góða markvörslu og svo sóknarlega erum við búnir að sýna góða taktík. Drengirnir eru bara búnir að vera að taka réttar ákvarðanir í mörgum erfiðum stöðum, þannig að ég get ekki annað en verið stoltur af þeim.“.

Margir hafa verið að furða sig á því hversu langt þið eruð komnir, á það að koma á óvart?
„Margt sem við höfum gert á þessu móti erum við ánægðir með en auðvitað eru alltaf hlutir sem við vildum bæta en við stöndum vel varnarlega og eins og ég sagði er markvarslan í kjölfarið búin að vera góð og það hefur gefið liðinu sjálfstraust“.

Var pressa á þér fyrir þetta mót að fara langt með liðið?
„Það er alltaf pressa í þessari vinnu og það skiptir ekki máli hvort þú er með félagslið eða landslið, þú ert bara í boltanum til að vinna. En ég kom á þetta mót með frekar ungt lið sem er með minni reynslu en við höfum haft á undanförnum mótum, en þeir sem hafa verið að koma inn og fengið hlutverk hjá mér hafa komið inn með mikinn krafti og sýnt mikla baráttu. Ég er rosalega ánægður að sjá að þeir eru alltaf að gera sitt besta finnst mér. En, já það er gerð krafa ef þú ert landsliðsþjáflari Svía“.

Ég ræddi við þig í vetur þegar þú varst nýbúinn að taka við liðinu og þá fannst þér tíminn vera knappur sem þú fékkst, en hefur allt gengið að óskum?
„Já, en það eru bara ákveðnar margar vikur sem þú færð að vera með hópinn og það eru ekki margar vikur í einu, en þessir drengir vilja vera betri og það hafa ekki verið nein vandamál hjá eða í hópnum. Þetta er hópur se finnst rosalega gaman að vera saman og það sést bara á vellinum“.

Ertu komin framyfir markmið þín fyrir þetta mót?
„Við settum okkur markmið fyrir mótið að komast í 16 liða úrslitin svo núna er það bara einn leikur í einu og næst eru það frakkarnir á þriðjudaginn og það verður erfiðasti leikur okkar hingað til á mótinu“.

Sástu leik Íslands gegn frökkum?
„Nei, ég var sjálfur stattur með liðnu á æfingu en ég sendi tvo menn frá mér til að fylgjast með honum en svo skoða ég hann sjálfur í kvöld“.

En hefur þú fylgst með íslenska liðinu á mótinu?
„Já ég hef gert það og fylgist alltaf með því, en ég hef þurft að hafa fókusinn núna mikið á mínu liði en ég vona alltaf að íslandi gangi vel og fylgist alltaf vel með því, en ég hef því miður ekki séð marga leiki með liðinu á þessu móti en mig hlakkar til að sjá leik þeirra gegn frökkum í kvöld“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir