Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Kristján Örn : „Ég ætlaði að gera 10 mörk“

Kristján Örn : „Ég ætlaði að gera 10 mörk“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur leikmanna Fjölnis þegar þeir báru sigurorð af U-Akureyri í kvöld. Kristján var með 9 mörk og sagði á léttu nótunum frekar fúll að hafa ekki náð tveggja stafa tölu.

Hann var þó sáttur með leik Fjölnis í dag og sagði liðið vera á fínu róli það sem af væri. Þeir hefðu náð góðri byrjun og þrátt fyrir gott áhlaup norðanmanna hefðu þeir þó aldrei komist inn í leikinn.

Hann sagði liðið vera með ákveðin markmið fyrir veturinn og það væri klárlega að vera við toppinn og auðvitað væri stefnan sett á fyrsta sætið.

 

.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir