Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Kári Garðars: „Erum ekki með byrjunarlið sem ég þarf að skammast mín fyrir

Kári Garðars: „Erum ekki með byrjunarlið sem ég þarf að skammast mín fyrir

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

„Við vitum að þetta verður erfiður vetur sem er ekki óeðlilegt miða við það að liðið hefur misst talsvert úr liðinu en ég held ég sé ekkert með byrjunarlið sem er eitthvað til skammar,“ segir Kári Garðarsson þjálfari Gróttu.

Talvert hefur týnst úr hópnum síðan í fyrravetur og liðinu er spáð neðarlega í deildinni og einhverstaðar falli, en Kári segir að umræðan um liðið hafi að sýnu mati verið kannski full dökk.

„Það er svo sem ekkert skrýtið að menn horfi á það dökkum augum þegar sex leikmenn eru farnir en svo er alltaf hægt að diskótera hvaða leikmenn eru stórir póstar og hversu mikilvægir þeir eru, Við fengum Hreiðar Levý í markið og það til dæmis kom mér á óvart hversu sterkur hann er og hann t.d er í betra standi en ég sjálfur þorði að vona í upphafi“.

Hjá honum verður svo Arnar Sveinbjörnsson sem er hávaxinn og afar efnilegur ungur markmaður sem var í KR. Ég held meira að segja að hann sé stærri en Hreiðar Levý“.

„Það kannski er að hrjá okkur í upphafi móts að við erum með sterka leikmenn meidda en það er ljóSt að Nökkvi Dan mun ekki verða tilbúinn fyrr en eftir einhvern tíma þar sem hann er að jafna sig eftir aðgerð á nára. Svo er Finnur Ingi meiddur á hásin og hann þarf að hvíla næstu 3-4 vikurnar þar til hann má byrja að æfa aftur“.

En er í stöðunni að þið getið styrkt hópin þegar líður á mótið?
„Já, ég held að það sé alveg klárt að við komum til með að ná í einhverja styrkingu þegar líður á og ef við náum í einhverja 1-2 svona alhliða leikmenn sem gætu þá líka styrkt okkur varnarlega væri ég afar sáttur og það er stefnan“.

„Hópurinn er afar þunnur eins og við erum með þessa tvo leikmenn líka meidda í uppahafi og þá snýst þetta bara um að halda haus og ungir leikmenn komi upp. Það eru ungir leikmenn hjá okkur sem munu fá tækifæri“.

Liðinu er spáð í botnbaráttunni, en sérðu að það sé möguleiki á að þið verðið eitthvað ofar en það sem menn eru að spá ykkur?
„Maður er auðvitað að gæla við eitthvað öskubuskuævintýri eins og gerðist hjá t.d Fram í fyrra en ég held að deildin muni skiptast svolítið í ár, það verða þarna lið sem eru í sérflokki og berjast á toppnum svo kemur svona miðjumoðspakki sem nokkur lið verða í hnapp og þar held ég að við gætum alveg verið að berjast“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir