Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Jóhann Gunnar og Jóhann Jóhannsson semja við Hvíta Riddarann

Jóhann Gunnar og Jóhann Jóhannsson semja við Hvíta Riddarann

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Stórskyttan Jóhann Gunnar Einarsson sem hefur leikið með með Aftureldingu síðastliðin tímabil í Olís deildinni hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Hvíta Riddarans.

Jóhann Gunnar sem meðal annars var valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar 2013 er uppalinn hjá Fram en lék einnig um tíma í Þýskalandi og Sádí Arabíu.

Önnu stórskytta, Jóhann Jóhannsson, hefur einnig skrifað undir eins árs samning við Hvíta Riddarann. Jóhann kemur frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu, þar sem hann hefur verið meðal lykilmanna síðastliðin ár.

Hvíti Riddarinn er stórhuga fyrir komandi tímabil og hefur einnig gert samning við hornamanninn Hilmar Stefánsson og varnartröllið Hauk Sörla Sigurvinsson sem munu taka skóna af hillunni og leika með liðinu í vetur. Þá þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan handbolta.

Níels Reynisson mun þjálfa liðið á komandi leiktíð, hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands, ásamt því að hafa spilað með Aftureldingu um árabil. Jóhannes Jóhannesson mun verða honum til aðstoðar.

Meðal annara leikmanna sem nýlega hafa skrifað undir samning við Hvíta Riddarann má nefna Þránd Gíslason, Einar Héðinsson, Elías Baldursson, Kristinn Baldursson, Reynir Inga Árnason, Kristinn Pétursson, Fannar Helga Rúnarsson og Magnús Friðrik Einarsson.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir