Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Erlent » Íslensku mörkin | Bjarki Már besti maður Füchse Berlin

Íslensku mörkin | Bjarki Már besti maður Füchse Berlin

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

alexander 3Þýski boltinn er farin að rúlla af stað og um helgina kláraðist fyrsta umferð. Að venju voru íslendingar í eldlínunni með liðum sínum og hér að neðan rennum við yfir það helsta.

Rún­ar Sig­tryggs­son tók við liði Balingen fyrir tímabilið og tapaði sínum fyrsta leik með lærisveinum sínum á móti Gummersbach.
Alfreð Gíslason þjálfari Kiel lenti í hörkuleik á móti Stuttgart þar sem jafnt var á öllum t0lum nánast allan leikinn en Alfreð og hans menn höfðu að lokum sigur eftir góðan endasprett.

Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Hannover í sigri á Göppingen.
Guðjón Valur sem snúið hefur aftur í lið Rhein-Neckar Löwen var markahæstur liðsins og skoraði 6 mörk í sigri á Magdeburg.
Alexander Petersson er kominn aftur eftir kinnbeinsbrot og hann skoraði 3 mörk fyrir Löwen.
Bjarki Már Elísson  var besti maður Füchse Berlin þegar liðið sigraði Wetzlar, en Bjarki skoraði heil 7 mörk.
Arn­ór Þór Gunn­ars­son skoraði sex mörk fyr­ir Berg­ischer í tapi liðsins á útivelli á móti Leipzig.
Árni Þór Sig­tryggs­son spilaði með liði sínu, Aue í B-deild þýsku deildarinnar og þar gerði hann 1 mark í sigri á Dessau.

Hér að neðan má sjá öll úrslit eftir fyrstu umferðina
Flensburg 35-23 Erlangen
Goppingen 23-34 Hannover
Wetzlar 22-27 Füchse Berlin
Rhein-Neckar Löwen 29-20 Magdeburg
Gummersbach 26-19 Balingen
Lemgo 26-27 Minden
Leipzig 30-21 Bergischer
Melsungen 20-25 Coburg
Stuttgart 22-27 Kiel

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir