Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið karla » Ísland tryggði sig á EM í Króatíu með sigri á Úkraínu

Ísland tryggði sig á EM í Króatíu með sigri á Úkraínu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Ísland tryggði sig inn á sitt 10 EM mót í röð með sannfærandi 8 marka sigri á Úkraínu 34-26.

Íslenska liðið mætti gríðarlega vel stemnt til leiks og eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins náðu gestirnir að halda leiknum jöfnum fyrstu mínúturnar.

Eftir það var það íslenska liðið sem leiddi lengst af með 1-3 mörkum.

Staðan eftir rúmar 10 mínútur 7-4 og 9-7 eftir korter. Íslenska lipðið að ógna vel fyrir utan og Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson að finna sig vel. Þá byrjaði Aron Rafn leikinn í marki íslands og var með 10 varða bolta í fyrri hálfeiknum.

Ísland að standa vörnina afar vel og Úkraínu menn að ráða illa við hana og voru að fara í misgóð skot. Menn vel hreifanlegir og með sitt á hreinu að þessu sinni sme var mikil bæting frá síðasta leik.

Munurinn jókst þegar leið á fyrri hálfleikinn og Ísland með 3-4 marka forsytu, það fór svo að 5 mörkum munaðí þegar flautað var til hálfleiks, 18-13. Ólafur Guðmundsson markahæstur með 5 mörk en markaskorun að dreifast vel og Guðjón Valur, Aron Pálmason og Rúnar Kárason allir með 3 mörk. En alls skoruðu 11 leikmenn íslenska liðsins í dag.

Ísland byrjaði svo seinni hálfleikinn vel og skoraði fyrstu 2 mörkin og munurinn orðin 7 mörk. Íslenska liðið að opna vörn gestanna vel og menn að koma sér í flott færi. Guðjón Valur að venju að nýta sín færi vel bæði í horninu og á vítapunktinum. Samvinna hans og Arons frábær. Aron Pálma að leika frábærlega og mun betur en í síðasta leik.

Staðan eftir 45 mínútna leik 26-20 og ljóst að mikið þurfti að gerast til að Ísland væri að missa af sæti sínu á EM í janúar. Janus Daði og Ómar Ingi komu inná og fengu sínar fyrstu sóknir. Ómar með frábærar sendingar það sem eftir lifði leiks.

Menn kannski ósjálfrátt aðeins farnir að slaka á varnarlega og þar af leiðandi var markvarslan mun minni  en ekkert þó til að hafa stórar áhyggjur af. Íslenska liðið einfaldlega mun betra áfram og munurin fór aftur í 7 mörk, 29-22 þegar 10 mínútur voru eftir.

Íslenska vörnin smollin aftur saman og greinilegt að menn ætluðu sér að klára þennan leik með sannfærandi hætti sem það gerði og 8 marka sigur staðreynd.

Mörk Íslands: 
Guðjón Valur Sigurðsson 8, Ólafur A. Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Arnar Freyr Arnarsson 4, Rúnar Kárason 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon 1, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1 og Arnór Þór Gunnarsson 1.
Markvarsla: Aron Rafn Eðvarðsson 17.

 

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir