Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið karla » Ísland tapaði fyrir Tékkum og svartur janúarmánuður framundan

Ísland tapaði fyrir Tékkum og svartur janúarmánuður framundan

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Ísland tapaði með þrem mörkum fyrir Tékkum nú seinnipartinn 27-24 eftir hræðilegan fyrri hálfleik sem varð íslenska liðinu að falli.

Úrslitin þýða að nánast kraftarverk þarf til að íslenska liðið tryggi sig inn á EM í janúar.

Íslenska liðið var hreinlega langt frá sínu besta í fyrri hálfleik, sóknarleikurinn afar slakur og menn að fara illa með færi sín.

Varnarleikur Tékka flottur og Íslenska liðið í muiklu basli ftyrir framan hana og voru að fara í neyðarskot eða fá dæmt á sig auðvelt sókanrbrot.

Varnarleikur íslenska liðsins að sama skapi langt frá sínu besta og þar með fékkst sama sem engin markvarsla. íslenska liðið aðeins búið að skora 5 mörk eftir fyrstu 20 mínúturnar og var staðan þó ekki nema 9-5 fyrir heimamenn.

Þrát fyrir leikhlé lagaðist lítið hjá okkar mönnum sem náðu ekki að laga stöðuna mikið fyrir háflleik og þegar flautað var til búningsherbergja munaði 5 mörkum, 14-9 og íslenswka liðið búið að koma sér í mikil vandræði sem var ljóst að erfitt væri að vinna sig úr.

Áfram munaði 4-5 mörkum fyrstu mínúturnar og íslenska liðið áfram í gríðarlega erfiðum eltingarleik. Eini jákvæði punkturinn var fyrirliðinn Guðjón Valur sem var að nýta sín færi vel. Dómgæslan alls ekki hliðholl síslenska liðinu og margir vafasamir dómar voru búnir að líta dagsins ljós.

Þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka munaði enn 5 mörkum 22-19 og þegar vonin virtist vera að fjara út kom loks frábær kafli hjá okkar mönnum. Fimm mínútum seinna munaði aðeins einu marki 24-23 og öll ljós virtust kviknuð.

Aron Rafn sem kom inná seint í fyrri hálfleik búinn að vera góður og munaði um minna. En við þetta mótlæti heimamanna virtust þeir hressast og munurinn fór í 3 mörk, 26-23. Sá munur hélst til leiksloka og Tékkland sigraði 27-24.

Ljóst að skelfilegur fyrri hálfeikur varð íslenska liðinu að falli í dag og möguleikarnir á Em í janúar dofnuðu all verulega.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir