Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið karla » Ísland á lífi í undankeppni EM með sigri á Makedóníu í kvöld

Ísland á lífi í undankeppni EM með sigri á Makedóníu í kvöld

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Ísland sigraði Makedóníu með 30 mörkum gegn 29 í kvöld og eftir það eru öll liðin í riðlinum með 4 stig en ísland hefði vel getað sigrað stærra í kvöld.

Fyrri háfleikur var kaflaskiptur þó að jafnt hafi verið á öllum tölum í upphafi. Makedónía þó skrefinu á undan og leiddu yfirleitt með 1-2 mörkum.

Makedónía náðu mest 3 marka forystu þegar fyrri háfleikur var hálfnaður, 6-9 en þá kom góður kafli hjá íslenska liðinu sem jafnaði í 10-10 og það var svo Arnór Þór Gunnarsson sem kom íslandi yfir í fyrsta skiptið yfir í þessum leik 12-11.

Makedónía í vandræðum með íslensku vörnina sem var kominn í 5-1 það sem eftir lifði fyrri háfleiksins og Ísland leiddi áframn með einu marki.

Staðan í hálfleik, 16-16 og leikur Íslands mun betri en í fyrri leiknum. Margir að komast á blað og alls sex leikmenn sem skoruðu í fyrri háfleik, Ólafur A. Guðmundsson markahæstur með 5 mörk.

Markvarslan mun betri en í fyrri leiknum og Björtgvin búinn að verja 7 bolta sem var nánast það sama og í öllum fyrri leiknum. 5-1 vörn Íslands að koma vel út og greinilegt að hún var að valda Makedónum erfiðleikum. Ólafur Guðmundsson að eiga flottan leik og með góða skotnýtingu eftir smá bras í byrjun leiks sem hann hristi af sér.

Ísland að fara illa með fín færi í upphafi seinni hálfleiks sem hefði getað komið okkur í 3-4 marka forystu en markvörður Makedóníu varði allt sem kom að markinu. Allt í járnum áfram og staðan 22-20 fyrir Ísland eftir 40 mínútur.

Íslenska liðið að halda þessu forskoti áfram og leikurinn orðin ansi hraður sem olli gestunum meiri erfiðleikum. Staðan 25-22 eftir 45 mínútur. 3 marka sanngjörn forysta Íslands. Vörn Íslands að halda áfram mjög vel og við hefðum vel getað nýtt það betur. Borko Ristovski markmaður algerlega að halda sínum mömnnum inn í þessum leik.

Það eitt og sér dugði þó ekki til og íslenska liðið var skynsamlegt og sýndu lítið óðagot og héldu þessari forystu áfram og staðan var 29-26 þegar 4 mínútur voru eftir. Makedónía minnkaði svo muninn í 1 mark þegar 15 sekúndur voru eftir en náðu ekki að jafna og Ísland fór með 1 marks sigur að hólmi 30-29.

Mörk Íslands: Ólafur A. Guðmundsson 7, Rúnar Kárason 6, Aron Pálmarsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 3, Björgvin Páll Gústavsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2Bjarki Már Elísson 1.
Markvarsla: Björgvin Páll Gústavsson 15 bolta.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir