Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Ísak Rafnsson: „Ég var upp í stúku síðast þegar FH varð meistari“

Ísak Rafnsson: „Ég var upp í stúku síðast þegar FH varð meistari“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Ísak Rafnsson er einn af þeim gegnheilu FH ingum í liði FH og hann þekkir það út og inn að leika stóra leiki fyrir félagið en einn stærsi leikur hans er vafalítið leikurinn á morgun gegn Val.

Ísak segir að þetta séu einfaldega stærstu leikirnir sem menn leika í handbolta hér heima.

„Þetta er engin venjulegur leikur og einfaldlega stærsti leikurinn í vetur og nú er það allt eða ekkert og við ætlum okkkur sigur og ekkert annað.“

„Við erum í raun á fínum stað finnst mér eftir þessa fjóra leiki og við höldum bara áfram að spila okkar leik og ef við náum því hef ég voðalega litlar áhyggjur af morgundeginum.

„Það hefur nánast ekkert komið mér á óvart eftir þesar viðureignir og þetta eru bara tvö frábær lið,  þetta eru tvö lið sem spila frábærar varnir og það er voðalega lítið sem kemur á óvart þegar komið er út í þetta móment“.

Markvarslan er svipuð hjá liðunum,  við höfum tekið tvo leiki þar sem við vorum ekki með góða markvörslu og svo fengum við tvo leiki þar sem við erum með flotta markvörslu en  það hefur sýnt sig að við þurfum á henni að halda og ég er fullviss um að hún verði í lagi í þessum leik“.

Þú sjálfur ert búinn að vera lengi leikmaður félagsins og hlýtur að vera búinn að bíða lengi eftir því að verða meistari?
„Já, ég var úpp í stúku þegar liðið varð síðast meistari 2011 en þetta er gamall æskudraumur að vinna titil fyrir klúbbinn sinn og það er ekkert sem er að fara að stoppa það að ég vinni þennan titil núna“.

Þú ert búinn að standa vörnina vel og ert með stórt hlutverk þar en hehfur lítð sést sókanrlega ertu ekki klár eftir meiðslin í sókanrleikinn?
„Jú, ég er 100% klár í að spila sóknina en ég hef fengið það hlutverk núna að spila vörn og ég reyni að gera það eins vel og ég get en ég er klár að spila sóknarleikinn og vill spila hann líka“.

„Þettta er bara samkeppnin í liðinu í dag og Halldór þjálfari velur bara það lið sem hann treystir best sóknarlega og maður tekur bara þeirri stöðu sem maður fær og skilar því af sér eins vel og maður getur“.

Þetta er auðvitað risa slagur og það er enginn annar leikur eftir þennan, verður ekkert erfitt að fara á koddann í kvöld?
„Nei, nei það verður ekkert erfitt og kannski bara gott að sofna snemma því þá þarf maður ekki að bíða eins lengi eftir leiknum. Maður er orðin ágætur í að stilla spennustigið fyrir svona leiki en það er alltaf sérstakt að spila svona leik upp á bikar og ég er 100% klár“

„Við höfum spilað vel gegnum pressu og við þurftum til dæmis að sigra síðustu 4 leikina í deildinni til að verða Deildarmeistarar og við einmitt gerðum það. Við settum t.d. síðasta leik upp sem þetta væri bara úrslitaleikur og við erum í raun bara bestir þegar mest liggur við.“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir