Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » A landslið karla » Hverjir geta tekið við íslenska landsliðinu?

Hverjir geta tekið við íslenska landsliðinu?

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

geir sveinssonEftir að Aron Kristjánsson ákvað að hætta með íslenska landsliðið í handbolta eftir slæmt gengi á EM í Póllandi hefur skapast mikil umræða um það hver gæti orðið næsti þjálfari liðsins.

Við á Fimmeinn.is ákváðum að taka saman lista yfir þá þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar.

Gunnar Magnússon: Hefur unnið með íslenska landsliðinu árum saman og þekkir starfið inn og út. Hefur margoft sýnt hvað hann er frábær þjálfari.

Ólafur Stefánsson: Hann þarf vart að kynna fyrir þjóðinni. Hefur unnið í kringum landsliðið undanfarið og myndi pottþétt eiga virðingu allra í liðinu. Á samt eftir að sanna sig sem þjálfari.

Geir Sveinsson: Virðist líklegastur miðað við slúðursögurnar. Var frábær leikmaður á sínum tíma og gerði góða hluti með Magdeburg í fyrra. Það gekk ekki jafnvel í vetur og því var hann látinn fara.

Kristján Arason: Annar fyrrum frábær leikmaður sem hefur verið orðaður við starfið. Gerði FH að Íslandsmeisturum árið 2011 og hefur sýnt að hann er góður þjálfari.

Óskar Bjarni Óskarsson: Einn besti þjálfari landsins, ekki spurning. Vann með liðinu á árum áður og veit hvað þarf til. Vinnur samt frábært starf fyrir Valsmenn sem vilja örugglega ekki missa Óskar.

Guðlaugur Arnarsson: Annar frábær þjálfari sem hefur sýnt það með Fram að hann skilur leikinn vel. Gæti verið spennandi kostur.

Erlendur þjálfari: Það hefur einnig verið í umræðunni að fá inn erlendan þjálfara. Að mínu mati væri það rangt enda virðumst við Íslendingar framleiða frábæra þjálfara á færibandi.

Ólíklegir: Einnig hafa menn eins og Alfreð Gíslason (Kiel), Erlingur Richardsson (Fuchse Berlin), Dagur Sigurðsson (Þýska landsliðið), Guðmundur Guðmundsson (Danska landsliðið), Patrekur Jóhannesson (Austurríska landsliðið) og Þórir Hergeirsson (Norska kvennalandsliðið) verið nefndir til sögunnar en þeir verða að teljast ansi ólíklegir miðað við að þeir eru allir í góðum stöðum erlendis.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir