Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Hverjir eru fulltrúar íslenska liðsins á EM U-20? Allt sem þú þarft að vita um strákana okkar – Seinni partur

Hverjir eru fulltrúar íslenska liðsins á EM U-20? Allt sem þú þarft að vita um strákana okkar – Seinni partur

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Nafn: Dagur Arnarsson
Staða: Miðja
Lið: ÍBV
Hver er maðurinn? Dagur átti flott tímabil hjá ÍBV á síðustu leiktíð en hann er sonur Arnars Péturssonar, þjálfara liðsins. Hann skrifaði nýverið undir nýjan eins ár samning við félagið. Hann er góður í vörn jafnt sem sókn og er búist við miklu af honum í framtíðinni.

dagur arnarsson

Dagur Arnarsson

Nafn: Kristján Örn Kristjánsson
Staða: Hægri skytta
Lið: Fjölnir
Hver er maðurinn? Kristján er alltaf kallaður Donni en hann var einn besti maður 1. deildarinnar í fyrra og var hann hársbreidd frá því að fara með Fjölni upp í Olís deildina á síðasta ári en liðið tapaði gegn Selfossi í oddaleik í umspilinu. Hann er hægri skytta og er hann óhræddur við að taka á skarið. Hann er Fjölnismaður í húð og hár og þykir ansi líklegt að hann verði áfram hjá liðinu í 1. deildinni en hann ætlar sér upp með liðinu, þó lið í Olís deildinni væru eflaust til í að fá strákinn.

U-20 Kristján Örn

Kristján Örn Kristjánsson

Nafn: Birkir Benediktsson
Staða: Hægri skytta
Lið: Afturelding
Hver er maðurinn? Birkir var partur af liði Aftureldingar sem komst alla leið í oddaleik í úrslitaleik íslandsmótsins en Mosfellingarnir þurftu að játa sig sigraða eftir hörkueinvígi við Hauka. Hann og Arnar Freyr eru miklir mátar og samkvæmt Arnari er Birkir konan í sambandi þeirra tveggja. Spurning hvort Birkir sé sáttur við það eða ekki. Hann missti af síðasta leiknum í undankeppninni með magapest. Vonum að hann borði vel og drekki nóg af vatni og verður í lagi í Danmörku.

Birkir Benediktsson hefur verið fastamaður í U-18 ára landsliðinu undanfarin ár og hefur einnig leikið með U-20

Birkir Benediktsson

Nafn: Ómar Ingi Magnússon
Staða: Vinstri skytta
Lið: Aarhus
Hver er maðurinn? Ómar Ingi er gríðarlegt efni en hann spilaði ansi vel fyrir Valsmenn á síðustu leiktíð. Hann meiddist á hné, síðasta vetur og var lengi frá en hann er allur kominn til og ætti að spila stórt hlutverk í Danmörku en hann samdi nýverið við Aarhus þar í landi. Hann er uppalinn Selfyssingur, eins og margir frábærir leikmenn. Hann er betri en ansi margir í borðtennis. Hann fær plús fyrir að viðurkenna ást sína á Desperate Housewives eins og undirritaður. Ekkert að því.

Ómar á vítapunktinum með U-19 ára landsliðinu. Mynd Brynja T.

Ómar Ingi Magnússon

Nafn: Leonharð Þorgeir Harðarson
Staða: Hægra horn
Lið: Haukar
Hver er maðurinn? Leonharð byrjaði síðustu leiktíð ansi vel með Haukum en meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum. Hann lenti svo í grátlegri lífsreynslu er hann meiddist rétt fyrir HM í Rússlandi og missti hann af mótinu. Hann ætti því að vera staðráðinn í að sanna sig í Danmörku. Hann er alvöru maður og viðurkenndi hann að hann hefði fengið tár í augun þegar Ísland komst í undanúrslit á HM. Alvöru menn viðurkenna að þeir gráta.

Úr leiknum í dag.

Leonharð Þorgeir Harðarson

Nafn: Óðinn Ríkarðsson
Staða: Hægra horn
Lið: FH
Hver er maðurinn? Óðinn sló heldur betur í gegn í undankeppninni fyrir mótið og var hann valinn besti leikmaður hennar með 21 mark í þrem leikjum. Hann skipti nýverið úr Fram í FH. Hann spilaði líka með 2. flokk Fram í vetur og skoraði m.a 18 mörk í einum leik er liðið var deildarmeistari. Hann var líka valinn í úrvalslið HM U-19 og líður honum greinilega ansi vel í landsliðstreyjunni. Hann var eitthvað orðaður við lið í Danmörku en ljóst verður að hann spilar í Olís deilinni á næstunni en hann gerði þriggja ára samning við FH.

Óðinn skoraði grimmt um helgina.

Óðinn Ríkarðsson

Nafn: Sturla Magnússon
Staða: Línumaður
Lið: Valur
Hver er maðurinn? Sturla er á eftir Orra Frey Gíslasyni í goggunarröðinni hjá Val en Orri er meðal bestu línumanna landsins. Sturla var hins vegar duglegur að koma sterkur af bekknum og skoraði oft góð mörk. Hann er þekktur fyrir að hafa afar sítt og gott rautt hár en strákurinn ákvað að snoða sig fyrir EM í Danmörku og kann hann vel við að vera snoðaður og líður honum eins og hann hafi misst 20 kg. Vonum að hann sé jafngóður handboltamaður með minna hár.

sturla magnússon

Sturla Magnússon

Nafn: Arnar Freyr Arnarsson
Staða: Línumaður
Lið: Fram
Hver er maðurinn? Arnar Freyr var valinn í A-landsliðið á síðasta ári eftir góða frammistöðu með Fram. Hann er góður varnar og sóknarlínumaður sem hefur því miður verið að glíma við meiðsli undanfarið og missti hann m.a af undankeppninni í Póllandi. Hann segist sjálfur aldrei hafa verið betri og ætti að geta beitt sér 100% á mótinu í Danmörku. Arnar Freyr var valinn íþróttamaður Fram 2015.

Mynd Brynja T.

Arnar Freyr Arnarsson

http://www2.fimmeinn.is/hverjir-eru-fulltruar-islenska-lidsins-a-em-u-20-allt-sem-thu-tharft-ad-vita-um-strakana-okkar-fyrri-partur/ Smelltu hér til að sjá fyrri partinn.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir