Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Hverjir eru fulltrúar íslenska liðsins á EM U-20? Allt sem þú þarft að vita um strákana okkar – Fyrri partur

Hverjir eru fulltrúar íslenska liðsins á EM U-20? Allt sem þú þarft að vita um strákana okkar – Fyrri partur

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Nafn: Einar Baldvin Baldvinsson
Staða:
Markmaður
Lið: Víkingur
Hver er maðurinn? Einar Baldvin ver mark Víkings en hann var á sínum yngri árum ansi skæður markmaður í fótbolta en kaus að lokum handboltann. Hann var valinn efnilegasti maður Víkings en hann gat ekki komið í veg fyrir að félagið féll úr Olís deildinni. Hann skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Víkinga og ætlar hann að hjálpa liðinu að komast aftur í deild þeirra bestu.

Einar Baldvin U-20

Einar Baldvin Baldvinsson

Nafn: Grétar Ari Guðjónsson
Staða: Markmaður
Lið: Haukar/Selfoss
Hver er maðurinn? Grétar Ari er markmaður Hauka sem er á láni hjá Selfossi. Hann hefur verið varamaður fyrir Giedrius Morkunas undanfarið en hann náði þó að slá Litháann út liðinu undir lok síðustu leiktíðar, með góðri frammistöðu. Hann var þó lánaður til Selfoss nýlega og mun hann líklegast verða aðalmarkmaður liðsins en það kom upp úr 1. deild á síðustu leiktíð og verður því væntanlega nóg að gera. Hann komst einu sinni í fréttirnar fyrir að vera með handklæði um hálsinn í viðtali og héldu einhverjir að hann væri að fela sogblett.

Mynd Brynja T.

Grétar Ari Guðjónsson

Nafn: Hákon Daði Styrmisson
Staða: Vinstra horn
Lið: Haukar
Hver er maðurinn? Hákon Daði sló rækilega í gegn þegar hann færði sig frá ÍBV og yfir til íslandsmeistara Hauka. Hann var ekki fastamaður í ÍBV liðinu og fór svo að lokum að hann skipti yfir til Hauka þar sem hann blómstraði og átti stóran þátt í því að Haukar urðu meistarar. Hann spilaði sérstaklega vel í úrslitakeppninni og skoraði m.a tíu mörk í leiknum sem tryggði Haukum dolluna. Hann er sterkur í hraðaupphlaupum og klárar færin sín mjög vel. Hann spilaði hægra horn hjá ÍBV, í einum leik vegna meiðsla í liðinu, en það var augljóslega ekki hans uppahalds staða og samkvæmt einhverjum, vissi hann ekki hvernig völlurinn snéri. Best að halda honum vinstra megin.

Hákon Daði. Mynd: Brynja T.

Hákon daði Styrmisson

Nafn: Elvar Örn Jónsson
Staða: Vinstra horn
Lið: Selfoss
Hver er maðurinn? Elvar var einn allra besti leikmaður Selfoss er liðið tryggði sér upp í Olís deildina eftir magnað einvígi gegn Fjölni í umspilinu á síðustu leiktíð. Í lok leiktíðar var hann valinn leikmaður ársins hjá Selfossi en hann varð markahæsti leikmaður liðsins í 1. deildinni. Hann hefur verið í öllum yngri landsliðum Íslands og verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar í Olís deildinni á næsta ári.

Elvar Örn Jónsson Unglingalandsliðsmaður átti góðan leik í liði Selfos í kvöld

Elvar Örn Jónsson

Nafn: Egill Magnússon
Staða: Vinstri skytta
Lið: Tvis Holstebro (Danmörk)
Hver er maðurinn? Egill byrjaði mjög ungur að aldri að spila vel með Stjörnunni. Hann spilaði svo vel að mörg lið í Danmörku höfðu áhuga á honum og fór hann að lokum í Tvis Holstebro. Mikil meiðsli hafa hrjáð þessa efnilega skyttu og hefur hann því ekki náð fram sínu besta með danska liðinu. Hann er hins vegar frábær leikmaður þegar hann er heill. Hann er stuðningsmaður Liverpool og borðar ekki nammi, þó hann stelist inn á KFC við og við.

Mynd Brynja T.

Egill Magnússon

Nafn: Aron Dagur Pálsson
Staða: Vinsti skytta
Lið: Grótta
Hver er maðurinn? Aron Dagur stóð sig mjög vel með Gróttu á síðustu leiktíð en það var fyrsta ár þeirra í Olís deildinni eftir veru í 1. deildinni. Hann var í U-19 liðinu sem gerði svo vel á EM en hann er einnig þekktur fyrir að vera frábær sundlaugavörður og skólameistari í sundi á sínum yngri árum. Þvílíkur íþróttamaður.

Aron Dagur

Aron Dagur Pálsson

Nafn: Ýmir Örn Gíslason
Staða: Vinstri skytta/miðjumaður
Lið: Valur
Hver er maðurinn? Ýmir Örn er mikill Valsari en hann spilaði bæði með 2. flokk og meistaraflokk síðasta vetur en hann átti stóran þátt í að 2. flokkur varð bæði íslands og bikarmeistari. Hann getur bæði spilað sem vinstri skytta sem og á miðjunni. Hann var síðasti maðurinn til að skora í undankeppninni fyrir þetta mót en hann neitaði að fara útaf áður en hann kæmi með mark. Hann og Einar Baldvin eru miklir mátar sem sofa alltaf í sama rúmi í ferðum. Orri Freyr Gíslason, bróðir hans, leikur einnig með Val.

Ýmir fagnar marki sínu í dag.

Ýmir Örn Gíslason

Nafn: Sigryggur Rúnarsson
Staða:
Miðja
Lið: Aue (Þýskaland)
Hver er maðurinn? Sigtryggur er uppalinn Þórsari en hann fór ungur að árum til Aue í Þýskalandi og er hann einn af fáum atvinnumönnum í liðinu. Hann segist vera góður í körfubolta en hefur viðurkennt að það séu fáir sammála því. Denzel Washington er svo í miklu uppáhaldi. Sigtryggur er sonur Rúnars Sigtryggssonar, þjálfara Aue en hann spilaði fjölmarga landsleiki fyrir Ísland á árum áður.

sigtryggur

Sigtryggur Rúnarsson

http://www2.fimmeinn.is/hverjir-eru-fulltruar-islenska-lidsins-a-em-u-20-allt-sem-thu-tharft-ad-vita-um-strakana-okkar-seinni-partur/ Smelltu hér til að sjá seinni partinn.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir