Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Óflokkað » Hrafnhildur Ósk: „Vona að heilladísirnar fari nú að ganga í mitt lið“

Hrafnhildur Ósk: „Vona að heilladísirnar fari nú að ganga í mitt lið“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Lið meistaraflokks kvenna hja ÍBV sigraði sinn fyrsta leik eftir áramót á móti Selfoss, en tapaði svo gegn Stjörnunni í síðustu umferð með tveggja marka mun.

Liðið hefur nú 10 stig og er í 5.sætinu, en liðið átti við mikil meiðsli að stríða fyrir áramót, það horfir nú til betri vegar og hefur meðal annars Greta Kavaliuskaite komið til baka.

Við ræddum stuttlega við þjálfara liðsins Hrafnhildi Ósk Skúladóttur sem segist horfa björt á framhakldið.

„Greta er komin inn sem er frábært, en ekki Drífa og það er ennþá vissa með hana. Annars erum við bara nokkuð góðar“.

Hrafnhildur segir framhaldið leggjast vel í sig þar sem margar eru að koma til baka úr meiðslum.
„Mér líst bara mjög vel á framhaldið meðan ég held mannskapnum sæmilega heilum. Það eru margar að koma tilbaka eftir meiðsli núna. Kristrún fór í aðgerð vegna beinhimnubólgu til margra ára, Ásta var fótbrotin, Þóra Guðný fékk höfuðhögg og svo er Jenný búin að vera slæm í fætinum, en er öll að koma til. Ég err með svo fámennan hóp að ég má ekki við neinu. Nú er bara að vona að heilladísirnar fari nú að ganga í mitt lið“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir