Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » HM Katarpage 20

HM Katar

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

HM Katar – Patrekur tók stig af Túnis í spennutrylli

Patrekur Jóhannesson og félagar í Austurríska landsliðinu náðu sér í gríðarlega mikilvægt stig á móti Túnis  í leik sem var að ljúka nú rétt í þessu. Leikurinn var afar fjörugur og skemmtilegur allan tímann og jafnt var nánast á öllum tölum allan leikinn. Það voru Túnismen sem voru yfir í leihléi 14-15, en liðin skiptust svo á að hafa forystuna ... Lesa meira »

HM í Katar – Kári „Hef ekki húðina í þessa sól“

Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson sagði dagurinn í dag væri ógleymanlegur þegar fimmeinn.is hitti á hann í hádeiginu á hótelinu sem íslenska landsliðið heldur sig á Heimsmeistaramótinu í Katar. Kári ætlaði að nýta daginn í að kíkja í bíó og sagðist ekki hafa húðina í þessa sól og það sé betra að klæða sig eftir kuldanum heldur en sólina. Margir ... Lesa meira »

Spáin | Tómas Þór Þórðarson spáir fyrir um Ísland-Frakkland

Tómas Þór Þórðarson starfsmaður 365 umsjónarmaður HM-Handvarpsins sem fram fer á Vísi sðáir fyrir um leik Ísland-Frakkland sem fram fer á morgun. „Ísland – Frakkland 26-32 Þó Ísland hefði unnið fyrstu tvo leikina afar sannfærandi væri erfitt að spá okkar mönnum sigri. Það vita allir hversu sterkir Frakkarnir eru. Þegar menn héldu að þeir væru kannski á smá niðurleið dúkka ... Lesa meira »

Spáin | Siggi Braga spáir fyrir um Ísland-Frakkland

siggi

Sigurður Bragason annar af tveimur þjálfurum ÍBV spáir fyrir um leik Ísland-Frakkland sem fram fer á morgun. Sjáðu hverju Sigurður spáir: „Góði leikur Íslands í mótinu! Nú hysja menn upp um sig fyrir alvöru. Sóknarleikur Íslands mun verða mjög góður þar sem Aron og Alex fara á kostum. Omæjer er ekki að finna sig sem er mjög gott, það mun hafa ... Lesa meira »

Spáin | Gunnar á Völlum spáir fyrir um Ísland-Frakkland

Við höfum fengið Gunnar Sigurðarson betur þekktur sem Gunnar á Völlum til þess að spá fyrir okkur um leik Ísland-Frakkland sem er á morgun. Gefum Gunnari orðið: „Frakkinn er afskaplega líkamlegur og huggulegur í alla staði. Það má heldur ekki gleyma því að hann er Evrópumeistari frá því í fyrra og ólympískur meistari frá 2012. Frakkinn hefur því gjörsamlega allt ... Lesa meira »

HM í Katar – Alexander Peterson „kíkja aðeins á popp og kók“

Alexander Peterson var nokkuð brattur þegar fimmeinn hitti á hann á Hóteli íslenska landsliðsins í Katar fyrr í dag. Alexander átti góðan leik í gær í sigurleiknum gegn Alsír,  þar sem hann spilaði allan leikinn og var sterkur bæði í vörn og sókn. Alexander náði að sofa vel í nótt og kláraði að horfa á allan NFL leikinn í bandaríska fótboltanum ... Lesa meira »

Frakkar með ömurlega markvörslu sem af er á HM

Frakkaleikurinn á morgun er einn stærsti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað í langan tíma. Frakkar tefla fram hverri stórstjörnunni á fætur annarri og er spáð sigri á þessu móti ásamt liðum eins og Danmörku. En það hafa verið veikir blettir á franska liðinu á þessu móti og þegar maður skoðar t.d. markvörsluna úr þeim tveim leikjum sem liðið hefur ... Lesa meira »