Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Yngri landslið Íslands » HM U-21 | Túnis sendi Ísland heim eftir spennutrylli í 16 liða úrslitum

HM U-21 | Túnis sendi Ísland heim eftir spennutrylli í 16 liða úrslitum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Íslensku strákarnir í U-21 töpuðu fyrir Túnis í dag með einu marki 28-27 í 16 liða úrslitum á HM í Alsír.

Leikurinn byrjaði fjörlega og jafnt var á öllum tölum og liðin að skiptast á eins marks forystu. Íslenska liðið að mæta vel út í sókanrlínu Túnis sem spiluðu flata vörn.

Markvörður Túnis sem hefur átt gott mót að verja ágætlega og halda sínum mönnum við efnið, staðan eftir korter 6-7 og mikil barátta. Ísland náði svo 2 marka forystu eftir miðbik hálfeiksins, 7-9 en Túnis kom til baka og jafnaði í 10-10.

Eftir að staðan var 10-10 eftir rúmar 20 mínútur voru Túnis menn aðeins sterkari á síðustu mínútum fyrri háfleiksins og leiddu með einu marki, 14-13 í hálfleik.

Túns hélt áfram að leiða með einu marki í upphafi seinni en staðan þó 17-17 eftir tæplega 40 mínútur. Spennustigið orðið hátt og leikmenn beggja liða að gera mistök sóknarlega. Túnis komst svo í 19-17 en íslensku strákarnir létu þá ekkert fara meira fram úr sér og jöfnuðu í 20-20 á 45 mínútu.

Íslenska liðið hélt áfram og komst í 2 marka forystu en Túnis jafnaði í 23-23 þegar 10 mínútur voru eftir. Ísland var svo einu marki yfir þegar 5 mínútur voru til leiksloka 25-24 en Túnis jafnaði í 26-26 þegar 3 mínútur voru eftir.

Staðan jöfn 27-27 þegar 30 sekúndur voru eftir og Túnis komst yfir 28-27 og Ísland fékk 15 sekúndur til að jafna og fékk aukakast þegar 3 sekúndur voru eftir en skot íslands var varið og Túnis komið áfram en Ísland dottið úr keppni.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir