Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Óflokkað » HM U-21 | Tölfræðin úr sigrinum gegn Alsír

HM U-21 | Tölfræðin úr sigrinum gegn Alsír

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Arnar Freyr . Mynd Brynja T.

Íslensku strákarnir sigruðu Alsír í kvöld með 25 mörkum gegn 22 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik 11-10.

Ísland er því enn í efsta sæti D-riðils með 6 stig eins og Króatía en Ísland er með betri markatölu.

Næsti leikur liðsins er svo gegn Marakkó á morgun og líklegt að við spilum svo úrslitaleik um efsta sætið gegn Króatíu á sunnudag.

Ísland var með 65,5% skotnýtingu úr leiknum sem verður að teljast allt í lagi en misnotuðu þó tvö af þremur vítaköstum sem þeir fengu.

Markvarslan var sem fyrr í höndum Grétars Ara Guðjónssonar sem var með 4 skot varin og 26,7% markvörslu og Viktors Gísla Hallgrímssonar sem varði 5 skot og var með 31,3% markvörslu en þeir skiptu hálfleikjunum á milli sín.

Alls fékk liðið á sig þrjár tveggja mínútna brottvsísanir og sat því 6 mínútur á bekknum.
Óðinn Þór Ríkharðsson, Hákon Daði Styrmisson, Arnar Freyr Arnarsson ásamt Elvari Jónssyni spiluðu allir nánast allan leikinn eða 60 mínútur hver.

Markaskorarar Íslands:
Arnar Freyr Arnarsson 5 (71,4%)
Ómar Ingi magnússon 5 (45,5%)
Elvar Örn Jónsson 4 (50%)
Sigtryggur Rúnarsson 4 (80%)
Óðinn Þór Ríkharðsson 3 (75%)
Hákon Daði Styrmisson 2 (66,7%)
Ýmir Örn Gíslason 1 (100%)
Elliði Snær Viðatrsson 1 (100%)

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir