Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » HM U-21 | Steini: „Strákarnir hafa lengi vitað af þessu síðasta móti þeirra“

HM U-21 | Steini: „Strákarnir hafa lengi vitað af þessu síðasta móti þeirra“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

„Mér líst ágætlega vel á þetta verkefni og við komum ákaflega vel undirbúnir á þetta mót og höfum náð að æfa og undirbúa okkur mjö0g vel og í raun betur heldur en oft áður fyrir stórmót“.

Sagði Sigursteinn Arndal annar þjálfari U-21 árs liðsins sem nú er komið til Alsír á HM og er á lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik gegn Argentínu á morgun.

„Mannskapurinn sem við höfum er við góða heilsu þó auðvitað megi finna einhverja smá mar hér og þar en það er engin að kvarta yfiir því og þetta er bara okkar sterkasti hópur sem við höfðum úr að velja. Egill Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson þurftu að sitja eftir heima vegna meiðsla en það koma menn í manns stað eins og venjulega hjá okkur“.

„Við í raun ætlum okkar stóra hluti hér úti og það að komast upp úr þessum undanriðli er algert lágmark og í raun bara krafa, en það skipti okkur máli hvernig við komum uppo úr honum upp til að fá svo þæginlega mótherja. Við erum meðvitaðir um það og leikum því alla leiki á fullri getu“.

„Það er ekkert launungamál að strákarnir eru meðvitaðir um að þetta er þeirra síðasta stórmót með yngri landsliðunum og þeir hafa í raun gengið með það í hausnum síðan á Em að það væri ennþá eitt mót eftir og það er þetta. Þeir vilja kveðja þetta landslið með góðum árangri“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir