Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Óflokkað » HM U-21 | Ísland endaði riðilinn með tapi á móti Króatíu

HM U-21 | Ísland endaði riðilinn með tapi á móti Króatíu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Íslenska U-21 árs landslið karla tapaði í dag á móti Króatíu 29-26 þar sem íslensku strákarnir köstuðu möguleikanum frá sér í afskaplega lélegum fyrri hálfleik.

Íslenska liðið sem átti frídag í gær virtist hreinlega ekki vera komi’ úr því fríi í byrjun leiks í dag og menn greinilega ekki tilbúnir í þennan úrslitaleik.

Króatía yfirspilaði íslenska liðið strax í byrjun og það var sama hvar var komið niður í íslenska li’ðinu ekkert gekk upp. Króatía gekk á lagið og jók muninn jafnt og þétt og eftir 20 mínútna leik munaði 10 mörkum og Króatía komið í 14-4.

Þrátt fyrir leikhlé og farið væri yfir hlutina gekk íslensku strákunum ekki að laga stöðuna á síðustu 10 mínútum í fyrri hálfeik og þegar flautað var til leikhlés munaði 9 mörkum og staðan 17-8.

Það gekk svo áfram hægt að minnka muninn í upphafi seinni háfleiks og eftir 40 mínútna leik var staðan 22-14 og útlitið að verða all svart fyrir íslenska liðið.

Munurinn fór svo niður í 6 mörk, þegar rúmlega 10 mínútuer voru eftir og og  munurinn fór niður í 3 mörk þegar tæpar 5 mínútur voru eftir. Vörnin að standa loksins vel og íslenska liðið að nýta hraðaupphlaup.

Þegar 1 mínúta var eftir minnkaði svo Óðinn Þór muninn í 2 mörk úr enn einu hraðaupphlauðinu en lengra komst íslenska liðið ekki og það er ljóst að íslensku strákarnir voru búnir að kasta efsta sæti riðilsins frá sér með afskaplega lélegum fyrri hálfleik. Lokatölur 29-26 og ljóst að íslenska liðið endar í 2 sæti riðilsins.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir