Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » Yngri landslið Íslands » HM U-21 | Hitinn í Alsír 40 C og farangurinn skilaði sér ekki allur

HM U-21 | Hitinn í Alsír 40 C og farangurinn skilaði sér ekki allur

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Sigursteinn Arndal þjálfari U-21 árs landsliðsins segir æfingar hjá liðinu hafnar í Alsír og þar sé æft í keppnishöllinni sem er mikið mannvirki sem taki 8500 manns í sæti.

Fyrsti leikur liðsins er á morgun og er gegn Argentínu og það er alveg ljóst að ekki er hægt að fara með neitt vanmat í þann leik enda Argentínumenn að eignast góða handboltamenn.

Ferðalagið er talsvert langt en Sigursteinn segir allt hafa gengið að óskum en það hafi þó komið í ljós á leiðarenda að eitthvað af farangri hafi vantað.

„Ferðalagið gekk mjög vel alveg þangað til að kom að því að innheimta farangurinn, en ennþá vantar einhverjar töskur og sjúkradót. En við ætlum ekki að láta það hafa áhrif á okkur og einbeitum okkur að því sem við getum haft áhrif á. Hitt reddast vonandi fyrir leik“.

Hitinn í Alsír á þessum árstíma er mjög mikill eða um 40 gráður en Sigursteinn segir að liðið hafi verið búið að undirbúa sig vel fyrir það og vitað af honum.

„Það er alveg rétt að hitinn er mjög mikill en það eru aðstæður sem að við vissum að við værum að fara í. Vökvatapið á æfingum og í leikjum er mjög mikið. En við erum mjög meðvitaðir um að vökva okkur vel og innbyrða öll þau sölt og vítamín sem líkaminn þarf á að halda í aðstæðum sem þessum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir