Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » HM - Katar » HM í Katar – Kennslustund frá Heiner Brand

HM í Katar – Kennslustund frá Heiner Brand

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
Mynd: Gestur frá Hæli

Mynd: Gestur frá Hæli

Fimmeinn hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar klippur af Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fór í Katar og munu á næstu dögum birtast einhverjar af þeim klippum frá mótinu sjálfu.

Fyrsta myndbandið er frá þeim ótrúlega leik sem fram fór í 8-liða úrslitum þar sem Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu töpuðu gegn Spánverjum, 24-25, með lokaskoti leiksins þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Guðmundur er að sjálfsögðu í „essinu“ sínu í þessu myndbandi undir lokin.

Heiner Brand sem leikgreinir hérna þennan leik er einn besti þjálfari sem handboltinn hefur haft en hann þjálfaði lengi þýska landsliðið með góðum árangri frá árinu 1997-2011.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir