Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið karla » HM í Katar – Júlli diskó stendur fyrir sínu!

HM í Katar – Júlli diskó stendur fyrir sínu!

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

stuðningsmenn katarFimmeinn hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar klippur af Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fór í Katar og munu á næstu dögum birtast einhverjar af þeim klippum frá mótinu sjálfu.

Í þessu myndbandi má sjá frá öðrum degi Heimsmeistaramótsins þar sem fystu leikir riðlakeppninnar fóru fram í Al Bin höllinni. Fyrri leikurinn dagsins unnu Slóvenar gegn Chile í A-riðli, 36-23, þar sem markahæsti leikmaður mótsins, Slóveninn Dargan Glajic, skoraði níu mörk í leiknum. Í seinni leiknum spilaði Ísland sinn fyrsta leik í C-riðli gegn Svíum sem endaði, 24-16, fyrir Svíþjóð en Arnór Atlason var markhæstur Íslendinga með 5 mörk.

Þrátt að vera undir gegn Svíum mest allan leikinn sést á myndbandinu nokkur merkilegur Íslendingur í áhorfendastúkunni, Júlíus Sigurjónsson, betur þekktur sem Júlli diskó, hvetja strákana okkar allan leikinn sama hver staðan í leiknum er.

Fimmeinn hverja alla til að fá þennan snilling til að spila fyrir sig, enda mikill fagmaður þarna á ferð.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir