Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent » Hilmar Guðlaugs: „Þetta er allt saman Kidda Guðmunds að kenna“

Hilmar Guðlaugs: „Þetta er allt saman Kidda Guðmunds að kenna“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Eins og við greindum frá fyrir helgi er Hilmar Guðlaugsson búinn að ráða sig til Noregs þar sem hann tekur við 3 deildarliði Florø handball.

Við ræddum stuttlega við Hilmar um nýja starfið og breytingarnar sem frammundan eru hjá fjöldskyldu hans en Hilmar segir að frammundan sé spennandi uppbyggingarstarf með ungt lið sem er með sterka framtíðarsýn.

„Þetta lið er byggt í dag upp á ungum stelpum sem eru flestar 17 ára og bestar í sínum aldursflokki á þessu svæði. Það er búið að hlúa vel að þessum aldurshóp og stefnan klárlega að gera það áfram og geta þá kannski blandað liðið með góðum leikmönnum til styrkingar en þetta eru í dag allt saman stelpur sem eru uppaldar hjá félaginu“.

„Ég sjálfur fer í 100% starf hjá félaginu og geri í raun ekkert annað en að vinna að handboltanum fyrir félagið, auk þesss að vera með kvennaliðið tek ég að mér æfingar með karlaliðinu tvisvar í viku ásamt annarri aðstoð sem kann að vanta“.

En er krafa þegar ráðinn er erlendur þjálfari til svona félags að skjótur árangur náist og liðið klifri hratt upp í deildirnar fyrir ofan?
„Nei, alls ekki og ég mun fá góðan tíma til að byggja upp sterkt lið, ég sjálfur var ráðinn til næstu 3ja ára og fyrstu árin fara í að móta og byggja upp sterkan og öflugan hóp. Það má segja að þetta sé svona vinna sem er verið að vinna á 3-5 ára plani. Það er góður skilningur á því hjá félaginu að slíkt geti tekið tíma“.

En var þetta það spennandi við fyrstu sýn að það var strax ákveðið að henda í töskur og taka starfinu?
„Þetta er spennandi og hljómaði strax þannig fyrir mér, en þetta var alls ekkert auðveld ákvörðun að taka og maður tekur hana ekki einn. Þetta er búin að vera hellings skipulagsvinna síðan ákvörðunin var tekin að fara út. Við konan erum með tvö lítil börn og það var margt að hugsa um bara í sambandi við það. Svo eru það húsnæðismál, tekjurnar og annað sem þarf að ganga upp“.

„En auðvitað er þetta líka bara spurning um að þora að fara aðeins út fyrir boxið og það að starfa alveg 100% við handboltann er mjög spennandi fyrir mig“.

Nú eru þið orðnir þrír þjálfararnir þarna nálægt hvor öðrum, Kristinn Guðmundsson er þjálfari, Førde og svo Halldór Stefán Haraldsson þjálfari Volda það hlýtur í raun bara að hjálpa til?
„Já, klárlega það er ansi stutt í Kristinn sem er nánast bara nágranni minn en svo eru kannski 3 tímar í Halldór en það er klárlega gott að vita af þeim báðum þarna enda hafa þeir báðir getið af sér afar gott orð fyrir sín störf“.

„Það má svo eiginlega kenna Kidda um þetta allt saman að ég sé kominn þarna út líka, en hann hafði einskonar milligöngu um þetta hjá mér, sagði Hilmar að lokum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir