Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild kvenna » Helena Rut Örvarsdóttir semur við Byåsen Elite

Helena Rut Örvarsdóttir semur við Byåsen Elite

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Helena Rut Örvarsdóttir leikmaður Stjörnunnar er samkvæmt heimildum Fimmeinn búin að semja við norska stórliðið Byåsen Elite.

Helena sem var ein af sterkustu stoðum Stjörnunnar á síðustu leiktíð hefur verið undanfarið að skoða aðstæður og ræða við forráðamenn norska liðsins og eftir því sem Fimmeinn kemst næst hefur Helena skrifað undir 2 ára samning við félagið.

Byasen er eitt af toppliðum norska boltans og lenti í 4.sæti norsku deildarinnar á síðustu leiktíð og það er ljóst að Helenu er ætlað stórt hlutverk hjá liðinu.

Helena lék eins og áður sagði stórt hlutverk hjá Stjörnunni á síðustu leiktíð og skoraði 112 mörk í 21 deildarleik.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir