Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » EM Póllandi » Heimamenn í Póllandi enduðu í 7.sæti á EM

Heimamenn í Póllandi enduðu í 7.sæti á EM

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

pólland EM 2016Pól­land sigraði Svíþjóð, 26-24, í leik um 7-8 sætið á EM í dag. Pólverjar eru sjálfsagt ekki alveg 100% sáttir með það sæti, en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir mótið.

Lítið annað en þetta 7.sæti var undir í dag þar sem bæði þessi lið voru búin að tryggja sig inn í forkeppnina fyrir Olympíuleikana í Ríó.

Heimamenn byrjuðu afar vel og þóttu spila afbragðs handbolta lengst af mótinu og því eru þetta kannski svolítil vonbrigði, en þeir töpuðu afar illa og stórt fyrir Króatíu í síðasta leik í milliriðli sínum.

Leik­ur­inn sjálfur var hin mesta skemmtun og eins og margir aðrir leikir þessara liða var jafnt á öllum tölum lengst af. Heima­menn virtust þó ákveðnir að sigra sinn síðasta leik á mótinu fyrir framan áhorfendur sína og voru lengst af með undirtökin án þess þó að ná að stinga af.

Staðan í hálfeik var 12-12 en Pólverjar eins og áður sagði sterkari í seinni hálfeiknum og uppskáru líklega sanngjarnan tveggja marka sigur.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir