Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Yngri flokkar » Haukar mættu með Ivan Ivkovic og Hákon Daða í 8 liða úrslit 2.flokk og töpuðu

Haukar mættu með Ivan Ivkovic og Hákon Daða í 8 liða úrslit 2.flokk og töpuðu

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Það er víða en í meistaraflokk karla og kvenna sem úrslitakeppni er hafin því í 2.flokki karla eru 8.liða úrslit búin og úr þeim eru Fram, HK, Valur og Víkingur komin áfram í undanúrslit.

Jöfnust var viðureign Haukamanna og HK sem endaði að lokum með eins marks sigri HK 22-21 en staðan þar var 9-8 í hálfleik.

Athygli vakti að Haukarnir mættu með atvinnumanninn, Ivan Ivkovic og lék hann allan leikinn ásamt Hákoni Daða Styrmissyni sem skoraði 11 mörk. Það dugði þó ekki til gegn afar sprækum HK-ingum sem sigruðu 22-21 eins og áður sagði.

VÖLLUR LEIKUR ÚRSLIT
Framhús FramGrótta 38-33 (17-16)
Digranes HKHaukar 22-21 (9-8)
Valshöllin ValurFH 24-17 (11-5)
Víkin VíkingurAfturelding 26-21 (14-9)

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir