Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Gunnar Magnússon: „Verðum að komast í gegnum fyrsta þriðjungin“

Gunnar Magnússon: „Verðum að komast í gegnum fyrsta þriðjungin“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Haukar eru með talsvert lamaðan hóp eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, þar telja meiðsli og veikindi inn í auk þess að einvherjir eru farnir.

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka segist vita vel af þessum vanda en hann hefur þó gert ráðstafnir að koma sér í gegnum fyrstu leikina en han segir að fyrsti þriðjungur mótsins verði Haukum erfiður.

„Við erum einfaldlega með með meidda og svo trufla að sjálfsögð veikindi Adams Hauks okkur en við vitum auðitað ekki hvenar er von á honum“.

„Hópurinn er minni en í fyrra og það var gert með ráðum við vorum með stóran hóp í fyrra og vorum ekki að lenda í neinum stórum meiðslum og því var kannski hópurinnn full stór“.

„En svo þegar við förum að minnka aðeins hópinn lendum við í þessum meiðslapakka, það er auðvitað týpískt að þegar maður minnkar hópinn að þá kemur eitthvað fyrir. En við fáum þá Andra Heimi og Guðmund Árna til að spila fyrstu leikina með okkur og þó þeir hafi verið hættir þá erum við þeim mjög þakklátir að vilja hjálpa“.

„Ivan fór svo heim aftur. Hjá okkur er það einfaldlega prinsipp og gildi klúbbsins að fylgja eftir í svoleiðis málum. Eitthvað sem við gátum ekki séð fyrir í byrjun“.

„Það er því alveg ljóst að fyrsti þriðjungur mótsins verður okkur erfiður og það er kafli sem við verðum að komast yfir, þá fer vonandi hópurinna að stækka hjá okkur aftur. Þetta eru bara tvær umferðir núna og því verðum við að vonast eftir að staðan verði ekki slæm hjá okkur eftir fyrstu 2 mánuðina“.

„það er meiri ábyrgð sett á herðarnar á ungu spilurunum okkar í byrjun en ég held að þeir geti alveg komsit vel undan því. Það er alltaf stefna Hauka að berjast um alla titla og það er ljóst að við ætlum að gera það í ár líka“.

„Við höfum áður gengið í gegnum breytingar og t.d. selt menn á miðju tímabili, lent í meiðslum og annað en það breytir aldrei stefnu félagsins að vera með í barátttunni um alla titla sem í boði eru og ég veit að við erum með lið í það í ár“.

„Deildin er talsvert sterkari en í fyrra og það eru fleiri lið komin með góða leikmenn. Ég sé fyrir mér að þetta verði svolítið skipt deild í ár en það verður afskaplega stutt á milli liða sem eru að raða sér í efstu sætin“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir