Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Gunnar Gunnarsson: „Við megum ekki trúa því sjálfir að við föllum“

Gunnar Gunnarsson: „Við megum ekki trúa því sjálfir að við föllum“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkinga segist vita að veturinn verði erfiður og segist ekki hissa að liðinu hafi verið spáð falli úr deildinni af forráðamönnum liða í deildinni.

Það sé þó liðsins að sýna að allt sé hægt þó mannskapurinn sé ungur.

„Ég held að það að menn spái okkur falli séu menn að horfa á að við erum með ungt lið og það komu ekki endilega sterkir leikmenn eða mikil reynsla til liðsins í sumar“.

„Við erum með eins og ég segi ungt lið, en þetta eru strákar sem margir hverjir hafa þó verið viðriðnir U-landsliðin okkar.“

„Við erum með 26 manna æfingarhóp og þar af eru einir 17 leikmenn sem eru með aldur til að spila með U-liði okkar í 1.deild. Það segir kannski svolítið um hversu ungt lið okkar er“.

„það var svo auðvitað vont fyrir okkur að missa Einar Baldvin úr markinu, en því má að hluta til kenna um að við létum hann vildi spila í efstu deild og þegar hann skrifaði undir hjá Val var ekki ljóst að við færum upp. Hefði það verið orðið ljóst hefði það líklega breytt einhverju og hann jafnvel ekki farið“.

En þegar það er ljóst að þið eruð uppi í efstu deild, vildir þú þá sjálfur ekki reyna að styrkja liðið með sterkari leikmönnum?
„Við reyndum það vissulega og erum með tvo Serba hjá okkur á reynslu í sumar. Það er eiginlega ótrúlega skrautleg saga á bak við það. Þegar við viljum fara að ganga frá samningi við annan þeirra kemur í ljós að hann er samningsbundinn liði og það var eitthvað sem engin var búinn að segja okkur frá. Hvorki hann né umboðsmaður hans. Það reyndist bara svo allt of dýrt að leysa hann undan þeim samning.“

„Hinn Serbinn er ennþá möguleiki og þar eru samningaviðræður ennþá í gangi, hann verður allavega ekki kominn fyrir fyrsta leik, en vonandi kemur hann þó ég viti ekki nákvæmlega hvenar“.

„Auðvitað hefði ég viljað fá fjármagn eins og svo mörg lið virðast vera með greinilega, en það er ekki í boði núna og því spilum við úr því sem við höfum og það er endilega alls ekki svo slæmt“.

Ertu þess fullviss að þú getir snúið þessari spá við og þið náið að halda ykkur í deildinni?
„Já ég held það. Ég held reyndar að það verði þarna 4-5 lið að berjast á botninum í vetur. Við megum ekki trúa því sjálfir að við getum ekki haldið okkur uppi. Menn verða að trúa á verkefnið og að mínu mati erum við alls ekki með versta hópinn“.

En nú kemur það í ljós seint að þið eruð uppi um deild og þá eruð þið t.d. búnir að láta Einar Baldvin fara og menn kannski óviðbúnir þessu. Kom það aldrei til tals að afþakka sætið og einbeita ykkur bara að uppbyggingunni í eitt ár í viðbót?
„Nei, eiginlega ekki. Við enduðum í 3.sæti deildarinnar og þó það við séum að koma svolítið bakdyramegnn inn í deildina var það ákveðið að gefa ungu strákunum okkar þetta tækifæri og láta þá þroskast með þessu. Við gátum þá líka sett saman U lið þar sem ungir strákar fá að spila í skemmtilegri deild og fá þar reynslu“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir