Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » EM Póllandi » Guðmundur varð að láta sér 6.sætið duga á EM eftir tap á móti Frökkum

Guðmundur varð að láta sér 6.sætið duga á EM eftir tap á móti Frökkum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

BG6R0814_27221_56abb17acbDanir og Frakkar spiluðu upp á 5-6 sætið í kvöld og það var kannski leikur sem hvorugt liðið hafði mikinn áhuga á að leika enda nákvæmlega ekkert annað undir en 6 sætið og það var eitthvað sem var vel undir væntingum beggja liða.

Frakkar burkuðu þó betur og komust í 4-0 eftir 5 mínútna leik en það forskot náðu lærisveinar Guðmundar ekki að vinna niður. Staðan eftir 15 mínútna leik 9-4 og danir í talsverðum vandræðum. Frakkar með 46% markvörslu meðan markvarsla dana var 25% og þar kannski lá smá munur.

En danir náðu þó að minnka muninn í 1 mark 12-11 þegar 25 mínútur voru komnar á klukkuna en náðu ekki að jafna og Frakkar fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 15-13.

Frakkar voru svo ávallt skrefinu á undan og voru að leiða með 2-3 mörkum, staðan 25-23 þegar korter var eftir en Danir náðu svo að jafna í 25-25 á 50 mínútu en þá einfaldlega virtust Frakkar skipta í hærri gír og þeir náðu aftur að auka muninn í 3 mörk. Þetta náðu Danir ekki að jafna aftur og lokatölur, 29-26 og það eru því Frakkar sem hampa 5.sætinu en vilja sjálfsagt ekkert hampa því svo mikið sjálfir.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir