Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Guðmundur Páls: „Hlutirnir hafa gengið illa hjá okkur í sumar“

Guðmundur Páls: „Hlutirnir hafa gengið illa hjá okkur í sumar“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Guðmundur Pálsson þjálfari Fram segist brattur fyrir tímabilið framundan í deildinni og menn séu spenntir að byrja aftur eftir frí.

Hlutirnir hafa þó ekki gengið neitt sérstaklega vel á undirbúningstímabilinu en menn eru þó bjartsýnir, segir Guðmundur.

„Mér líst vel á tímabilið og hjá okkur verður keyrt á nánast sama mannskapog var í fyrra, Elías Bóasson er farinn en í staðin kemur Jónatan Vignisson frá Víkingum sem er örvhent skytta.“

„Það verður þó að segjast að hlutirnir eru búnir að ganga illa á undirbúningstímabilinu, liðið hefur ekki verið að spila vel og við tapað mikið af leikjum.  Hlutirnir hafa ekki litið vel út, það verður bara að segjast eins og er. En við mætum og erum bjartsýnir og ég held að þetta lagist hjá okkur“.

„Við erum reyndar líka með Þorstein Gauta meiddann og það gæti orðið einhverjar 6-8 vikur í hann aftur en hann meiddist á öxl. Þá hefur Þorgeir Bjarki verið að glíma við meiðli en hann kom meiddur úr landsliðsverkefnum“.

En eftir árangurinn í fyrra hefði maður haldið að menn vildu bæta í og reyna að fá allavega 1-2 góða leikmenn inn, var það ekkert reynt?
„Nei, í raun ekki, Það var grundavallaratriði að halda okkar mannskap frá í fyrra og það gekk vel eftir. Þetta snýst alltaf um krónur og aura og málið er einfaldlega að það eru öll liðin að tala við sömu sponsorana og þetta er því bara erfitt“.

En var erfitt að halda mannskapnum áfram?
„Nei í raun ekki. Það var mjög gaman í fyrra hjá okkur og ég held að menn hafi ekkert viljað vera að færa sig til. Lið reyndu að fá Arnar Birki til sín og einhver lið ræddu við hann en hann vildi halda áfram hjá okkur“.

Nú var ykkur spáð falli í fyrra en stungfuð sokk upp í flesta alla, í ár er ykkur ekki spáð falli af forráðamönnum liðanna, er það betra eða verra?
„Spá skiptir ekki máli, hún kannski þjappaði okkur saman í fyrra en í raun gekk spáin í fyrra nánast ekkert eftir svo við erum alveg með fætur á jörðinni“.

„Við vitum að þetta verður erfiður vetur en við erum allir árinu eldri og það skiptir gríðarlega miklu máli að við erum allir hérna aftur að fara að gera það sama“.

„Mig grunar að þessi deild verði meira tvískipt  en í fyrra og það egir líka sitt að nú eru bara spilaðar tvær umferðir. Það verður erfitt fyrir alla að tapa t.d. fyrstu þremur leikjunum. Það má ekkert lið við því núna og því verður mikilvægtg að mæta strax klárir í fyrsta leik gegn FH, sem er ljóst að verður erfitt verkefni“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir