Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Myndbönd » Gísli Þorgeir: „Það væri fáránlegt af mér að taka ekki af skarið ef ég get það“

Gísli Þorgeir: „Það væri fáránlegt af mér að taka ekki af skarið ef ég get það“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Gísli Þorgeir Kristjánsson áttti enn einn stórleikinn í kvöld þegar FH jafnaði metinn á móti Val og eftir situr að oddaleikur verður á sunnudaginn um titilinn.

Gísli sagði það hafa verið mikilvægt að þegar Valsmenn náðu að saxa á forskotið að þá gíruðu menn sig í að taka bara eina sókn og eina vörn í einu og það hefði tekist og liðið hefði sýnt gríaðrlegan karakter að klára þennan leik.

„Við sögðum við okkur sjálfa að það væri ekki séns að við værum að fara í sumarfrí í kvöld, við ætlum okkur í sumarfrí með titilinn á bakinu á sunnudaginn.“

Gísli hefur verið ófeiminn við að taka af skarið  þegar það hefur vantað og han sagði það ósköp eðlilegt.

„Ef mér finnst ég þurfa að taka af skarið og ég sé möguleika einhverstaðar þá að sjálfsögðu þarf maður að gera það. Það væri fáranlegt að gera það ekki og maður væri með það á samviskunni að vera ekki að gera allt fyrir liðið sitt sem maður getur“.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir