Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » EM Póllandi » Gamalt myndband: Þýskir fjölmiðlamenn trufluðu viðtal íslenskra fjölmiðla við Dag | ,,Mér liggur ekkert á“

Gamalt myndband: Þýskir fjölmiðlamenn trufluðu viðtal íslenskra fjölmiðla við Dag | ,,Mér liggur ekkert á“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

dagurEins og allir lesendur Fimmeinn.is ættu að vita varð Dagur Sigurðsson Evrópumeistari með þýska landsliðinu í handknattleik um nýliðna helgi.

Þessi fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins hefur þjálfað erlendis lengi en hefur þó alltaf tekið vel á móti íslenskum fjölmiðlamönnum þegar tilefni gefst til að taka við hann viðtal.

Í tilefni af sigri Dags um helgina rifjum við nú upp eftirminnilegt viðtal við Dag sem tekið var á HM í Katar í fyrra. Íslenskir fjölmiðlar voru þá að taka viðtal við dag eftir leik þýska liðsins en í miðju viðtali truflaði ókurteis og óþolinmóður þýskur blaðamaður viðtalið og sagði að nú væri komið að þýsku pressunni.

Dagur hristi bara hausinn og sagði íslensku fjölmiðlamönnunum að láta þetta ekki trufla sig. ,,Mér liggur ekkert á,“ sagði Dagur.

Viðtalið með viðbrögðum Dags má sjá hér að neðan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir