Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » HM 2017 » Frederic: „Eigum við bara ekki báðir mikið í Kristjáni“

Frederic: „Eigum við bara ekki báðir mikið í Kristjáni“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Fimmeinn ræddi við Frederic Pettersson leikmann svía og spurðist út í hvernig þjálfari Kristján Andrésson væri og það er greinilegt að það er almenn ánægja með störf hans hjá liðinu.

„Kristjáni hefur tekist að búa til alveg ótrúlega liðsheild á skömmum tíma og það er bara einhvernveginn þannig að maður gerir allt til þess að fá að vera partur af þessu eftir þennan tíma með honum og ég sjálfur sá um leið og hann tók við að hann væri góður maður í þetta starf“.

„Það var held ég svolítil pressa á honum fyrir þetta mót, en ég held samt að sænska þjóðin hafi verið svolítið í hlutlausa gírnum vegna þess að það var svolítil endurnýjun hjá okkur, en eftir undanriðilinn fannst mér pressa á að klára þennan leik gegn Hvít Rússum. Þjóðin sá að við vorum að spila vel og áttum að vera betri en Hvít Rússar“.

Aðspurður hvort hann liti á Kristján sem Svía eða Íslending brosti Frederic og sagði:
„Eigum við ekki bara bæði svolítið mikið í honum“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir