Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent » Framstelpur meistarar meistaranna eftir sigur á Stjörnunni

Framstelpur meistarar meistaranna eftir sigur á Stjörnunni

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Framstelpur urðu meistarar meistaranna eftir sigur á Stjönunni í kvöld en leiknum lauk með þeriggja marka sigri þeirra 30-27.

Boðið var upp á afar sveiflukenndan leik, mikið fjör og dramatík eins og svo oft á milli þessara liða. Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun en það voru svo gestirnir í Stjörnunni sem voru með frumkvæðið fram að miðjum fyrri hálfleik.

Eftir það var mikið jafnræði með liðunum og liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forskot. Aftur náðu Stjörnustelpur undirtökunum og það voru þær sem leiddu með 4 mörkum í hálfleik 13-17 og voru búnar að vera ýfir sterkari fyrstu 30 mínúturnar.

Karen Knútsdóttir meiddist undir lok fyrri hálfleiks og hvíldi það sem eftir var og munaðði um minna fyrir Íslandsmeistarana. Stjarnan með flottan varnarleik og Dröfn flott í markinu hjá þeim.

Fram stelpur náðu að minnka muninn í upphafi seinni í eit tmark, 18-19 og jöfnuðu svo í 19-19 á 40 mínútu og þetta orðin alvöru leikur aftur. En Fram missti svo Ragnheiði Júlíusdóttur útaf með rautt sojald eftir brot.

Áfram jafnt á öllum tölum og staðan 22-23 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum en þá fékk Rakel Bragaqdóttir Stjörnunni sína 3 brottvísun og þar með rautt.

Staðan 26-26 þegar rétt um 5 mínútur voru eftir en þá voru það heimastelpur sem tóku öll völd og þær voru sterkari á  lokasprettinum og sigruðu að lokum með þrem mörkum 30-27 í frábærum leik.

Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 9, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 1, Marthe Sördal 1.
Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 4, Stefanía Theodórsdóttir 4, Brynhildur Kjartansdóttir 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1,
Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Elena Birgisdóttir 1.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir