Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Erlent » Frakkar Heimsmeistarar 2017 | Sýndu mátt sinn í seinni hálfleik og keyrðu fyrir Noreg

Frakkar Heimsmeistarar 2017 | Sýndu mátt sinn í seinni hálfleik og keyrðu fyrir Noreg

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Úr leiknum í dag.

Frakkar eru Heimsmeistarar 2017 eftir sigur gegn Norðmönnum rétt í þessu, 33-26.

Frakkar sem fyrr á þessu móti byrjuðu verr en sýndu svo mátt sinn í seinni hálfleik.

Það var gríðarlegur hraði í byrjun leiks og greinilegt að Frakkar ætluðu sér að keyra hratt á norðmenn sem voru þó algerlega tilbúnir að leika hratt.

Þeir voru fljótir til baka og voru einnig alveg óhræddir að keyra hratt á Frakkana. Bæði lið að koma vel út varnarlega og trufla sóknarleik hvors annars.

Jafnt var á öllum tölum en það voru samt Norðmenn sem voru skrefinu á undan og voru með 2 marka forskot eftir korters leik 9-7. Lítil markvarsla hjá báðum liðum fyrsta korterið og bæði lið áttu inni þar.
Frakkar ekki að ná að jafna þó þeir settu muninn yfirlett í 1 mark, en staðan eftir rúmar 20 mínútur var 14-11 fyrir Noreg.

Frakkar nálguðust svo hratt með góðri frammistöði Vincent í markinu sem átti mjög góðar vörslurt og Frakkar jöfnuðu í 16-16 þegar 2 mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.

þeir komust svo yfir með síðasta skotinu í fyrri háfleik, 18-17 og það var í fyrsta skipti sem þeir voru yfir síðan í stöðunni 2-1. Kentin Mahe markahæstur frakka úr fyrri hálfeiknum með 4 mörk og hjá Noreg voru það Kent Robin og Espen lie báðir með 4 mörk. Norðmenn með 31% vörslu í fyrri háfleik og Frakkar 23%.

Frakkar byrjuðu svo á því að skora 2 fyrstu mörk seinni hálfleiks og komust í 20-17 áður en Noregur svaraði. Frakkar eins og áður á þessu móti að koma gríðarlega sterkir til seinni hálfleiks og þeir komust í 22-18 á 4 mínútum.
Leikur Norðmanna hrundi og þeir skoruðu aðeins 1 mark á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks, mikið af töpuðum boltum og óskynsömum skotum.

Munurinn þegar seinni háfleikur var hálfnaður, 3 mörk, 25-22 og hlutirnir ennþá að detta Frakka megin. Dönsku dómararnir sem höfðu átt góðan fyrri háfleiks að missa flugið og mjög skrýtnir dómar að fara í loftið. Frakkar keyrðu áfram og nýttu sér endalaus mistök Norðmanna og náðu loks 6 marka forskoti þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Frakkar sem voru komnir með markvörsluna í lag þar sem Vincent stóð vaktina keyrðu bara áfram án þess að gera nein mistök og voru hreinlega frábærir á lokakaflanum og tryggðu sér Heimsmeistaratitilinn sannfærandi með  7 marka mun 33-26

Markahæstir Frakka: Nikola Karabatic 6, Kentin mahe 5, Michael Guigou 5, Valentin Porte 5
Markahæstir Noreg: Kent Robin 5, Espen Lie 4, Kristian Bjornsen 4, Bjarte Myrhol 4.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir