Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Óflokkað » Forsala í dag í Kaplakrika frá kl. 10-15 | Blásið í risa veislu á morgun

Forsala í dag í Kaplakrika frá kl. 10-15 | Blásið í risa veislu á morgun

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Það verður mikið um að vera í Kaplakrika á morgun þegar FH og Valur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikurinn hefst kl. 16 í en eins og fyrir síðustu leiki verður mikið um að vera í Krikanum fyrir leik. Dagskráin er ekki að verri endanum þar sem borgarar verða á grillinu, tónlistarstjörnur troða upp og margt fleira.

Fimmeinn heyrði í formanni deildarinnar nú í hádeginu og staðan er einfaldlega þannig að miðarnir rjúka út og ansi líklegt er að uppselt verði þegar forsölunni lýkur klukkan 15 í dag, það fer allavega nálægt því.

Brjálað stuð úti á pallinum hjá innganginum frá 14.00

Okkar einu sönnu Friðrik Dór og Jon Jonsson taka lagið

Heimir Rappari, rappar okkur í gang eins og honum einum er lagið

Andlitsmálun

Boltaþrautir fyrir krakkana

Eins og alltaf verða geggjaði Kjötkompanís borgarar á grillinnu

King Heimir Guðjóns. og hans fylgdarsveinar grilla

Emmessís gefur krökkum ís á meðan birgðir endast

ÚRSLITALEIKURINN HEFST kl. 16.00

Alvöru ljósashow með græjum frá Hljóð X Tækjaleigu.

Leikhléaskot Adidas Ísland og Atlantsolíu.

FH-ingar hvetur fólk til að mæta snemma til að forðast biðraðir og til að tryggja sér miða í tíma. Forsala verður í dag, laugardag, í Kaplakrika frá kl. 10-15.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir